Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 105
IÐUNN
Höfuðrit Henriks Ibsens.
263
eftir veiðiförina; en þó langar hann i veizlugleðina
og dansinn, og það verður úr, að hann fer þangað
óboðinn. En þar vill enginn heyra hann né sjá. í»á
sér hann Sólveigu í fyrsta sinni. Foreldrar hennar
eru nýllutt í sveitina. Verður Pétur þegar áslfauginn
af henni og segir:
Svo ljós eins og engill, svo ung og fin,
með augun á skónum og svuntunni sinni.
Sálmana liafði hún hnýtt í lín;
og hélt i pilsið á móður sinni. (p. 39).
En liún hefir heyrt orðsveiminn um Pétur og
vill lieldur ekki dansa við hann. Pá hleypur ilska í
liann og hann fer að drekka; og þá kemur gortið
aftur upp í lionum; hann fer að segja lygasögur af
sjálfum sér, og þá er mönnum skemt. Svo kemur
brúðguminn, sem er mesta mannleysa, og biður hann
Pétur að hjálpa sér inn til brúðurinnar, hún hafi
lokað sig inni. Pétur býður Sólveigu enn í dansinn
og bæði biður hana og ógnar henni. En er lrún
situr við sinn keip, þá umhverfist Pétur og hygst að
hjálpa brúðgumanum á sína vísu. Hann nær brúð-
urinni úr skemmunni og stekkur með hana til fjalls,
— rænir konunni! — Morguninn eftir, þegar víman
er runnin af honum, vill hann ekkert hafa með Ing-
unni að sýsla og vísar lienni frá sér. Hann ann Sól-
veigu og getur nú ekki hugsað til þess að kvænast
annari konu. Pótt hann verði útlægur fyrir konu-
ránið, vill hann ekki vinna það til að kvænast Ing-
unni og Heggstaðar-auðnum. Og svo fer hún sína
leið til bygða, en hann til fjalla. Hann er orðinn
útlagi.
Yfirkomin af harmi fer nú móðir lians að leita
að honum ásamt Sólveigu og fólki hennar. Altaf
ver hún strákinn annað veifið, þegar aðrir hallmæla
lionum, og nú sér hún, af hverju hann er orðinn