Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 89
IÐUNN
Georg Brandes áltræður.
247
Dmi og ekkert annað. Þó efast ég stórlega um, að
Brandes hefði öðlast þann eld i sál, það hið hvassa
og mjúka mál, eða að hann hefði orðið það hörku-
stál, sem hann hefir reynst í lífinu, et hann hefði
ekki verið brotinn af bergi útlaqarma meðal þjóð-
anna. En enginn efar lengur það, að sá maður hefir
hlotið að liggja í svanseggi, þótt hann ef til vill sé
fæddur í — andagarðinum.
En er þá ekki of-djarft að nefna Danmörku um
og eftir miðbik 19. aldar því nafni? Vissulega. Ég
líki henni heldur við hið prýðilega herrasetur, sem
getið er um í upphafi sögunnar; en ýmsum »andans
mönnum«, sem uppi voru á þeirri tíð, við njólana,
sem »voru svo háir, að smábörn gátu staðið upp-
rétt undir þeim slærstu« og — sit venia verbo —
andlega lífinu þá, þegar ég undanskil menn eins og
Heiberg, Iiieikegaard og Paludan-Múller, við lifið á
andatjörninni og á hallarsíkjunum, þar sem hvergi
sá læk né lind, en alt virtist vera að verða, eins og
Brandes sjálfur segir, að andlegum stöðupolli.
Hver átti nú að verða til þess að opna þjóðinni
hinar ardlegu lifslindir utan úr heimi? Hver átli að
veita höfuðstraumum heimsbókmentanna inn yfir
landið? Enginn annar en andarunginn ljóti, Gyðing-
urinn Georg Brandes.
Hann hafði svo góðar gáfur, að hann þegar sem
stúdent skaraði fram úr á sínu sviði, ávann sér tvis-
var gullmedalíu háskólans og tók meistarapróf sitt
með ágætiseinkunn. Og sjálfur lagði hann þegar frá
æsku alla alúð á það við námið að komast beint
að uppsprettulindum heimsbókmentanna.
Ykkur mun það holt, ísl. stúdenlum, að heyra,
hversu þeir Georg Brandes og námsbræður hans,
eldri og yngri, Fr. Nutzhorn, Lange, Troels Lund
og Hoffding vörðu námsárum sínum. Þeir eyddu
þeim ekki i leti eða andlegu sinnuleysi, heldur höfðu