Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 70
228
A. H. B.:
IÐUNN
þessa ýmist »Deigluna« eða s'ýja tíð«, en mig lang-
ar til að mega nefna ha.na — Nýtt lif. Því að hvað
sýnir myndin? Ef vér göngum framan að henni og
lítum fyrst framan undir klæðafald konunnar, .þar
sem hún hefur sig í loft upp í tilbeiðslu og trú, sjá-
um vér Kristmynd og tvo armleggi silt til hvorrar
handar honum, er teygja sig biðjandi upp til hans.
Þetta gefur manni skýringuna á aðalmyndinni, að
hér sé um einhvers konar »lausn« að ræða. Og líti
maður nú á sjálfa myndina, verður manni alt full-
skiljanlegt. þelta er saga mannssálarinnar, þegar hún
tekur sinnaskiftum. í baksýn liggur hún í logagröf
iðrunarinnar og er negld á kvalakross hugraunar
sinnar og sálarangislar, en svo losnar hún skyndi-
lega af þessum kvalakrossi og á flóðöldu guðmóðs-
ins, sem gagntekur hana, hefur hún sig upp í lof-
gerð og þakklæti, reiðubúin til þess að byrja —
nýtt líf.
Frá listarinnar sjónarmiði er þetla einhver af feg-
ui’stu myndum Einars Jónssonar. Lílið t. d. á hina
fögru bylgjulínu, er liggur trá áklæðinu að baki alt
upp í fingurgóma konunnar, þar sem hún fórnar
höndunuin til himins. Ég hefi yíirleitt ekki séð jafn-
fagrar línur í neinu öðru listaverki. Framsvið þess-
arar myudar, þar sem mannssálin eins og lyftir sér
upp úr hafróti liörmunga sinna og geðshræringa, er
eitthvert það fegursta listaverk, sem ég hefi séð.
Mynd þessa gerði Einar 1913.
Fá kem ég að annari, því sem næst jafn-fagurri
mynd, fyrir þær fögru línur, sein í henni eru. Hún
er gerð sama árið og myndin næst á undan og lista-
maðurinn nefnir liana »Aldna alda«, en öllu eðlilegra
væri, að hún héti hreint og beint »Tímabylgjan«.
Kynslóðir fæðast og kynslóðir deyja, en í hverri kyn-
slóð rís tímabylgjan misjafnlega hált og allaf í ein-
hverri breyttri nýrri mynd. En eitt er það, sem aldr-