Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 36
194
Hallgr. Hallgrímsson:
IÐUNN
blettur í túninu á Garðsá. Þá voru þökurnar stungnar
með svona pál og voru þær stungnar svo þykkar,
sem pálblaðið tók og hnausarnir svo bornir burtu með
mestu gætni, því álitið var að moldin mætti ekki
hrynja úr hnausunum og að ræturnar mættu ekki
slitna. Hnausunum var svo hlaðið upp í háan stafla,
fátnir falla hver að öðrum, líkt og svarðarhnausar.
Þúfurnar voru pældar upp með pálnum, en jafnaö
og fært til með trérekum, síðan var þakið með
hnausunum og þeir feldir sem bezt saman. Þetta er
sú fyrsta sléttun, sem ég man eftir og er hún nú orðin
nær 60 ára gömul. Er hún furðulítið orðin þýfð enn;
var þó stórþýfi þarna, áður en sléttað var. Þær
jarðabætur, sem ég man helzt, — ef það getur heitið
því nafni — voru að smáskurðir voru gerðir í mýr-
um og voru þeir gerðir með torfljá — rist frá báðum
hliðum; áttu þeir að þurka, þar sem halli var, en
fljótt sigu þeir saman. — Fyrir slátlinn var vanalega
farið til grasa af heimili minu, út á Vaðlaheiði.
Fóru 2—3 stúlkur og voru burtu undir viku. Grösin
voru mest brúkuð í vatnsgrauta og í slátur á haustin.
Fá var sjálfsagt að sækja viðarkol austur i skóg fyrir
sláttinn. Var sótt á 2—3 hesta. Þá var alstaðar
slegið með islenzkum Ijáum og voru þeir dengdir
við viðarkolin. Ekki man ég, hvað kolin voru dýr,
en mig minnir, að venjulega væru fóðruð 2 lömb á
Garðsá fyrir þau kol, sem þar voru brúkuð. —
Þá byrjaði nú slátturinn. Viðast var farið á fætur
um sláttinn kl. 6 á morgnana. Stöður við heyvinnu
voru langar, — 13—14 klst., en ekki heid ég meira
hafi unnist en nú með mikið styltri vinnutfma og
héldu menn sig þó alment vel að verki. Áhöldin
voru langtum verri, bæði orf og Ijáir, og enda hríf-
urnar. Ljáirnir voru dengdir og hertir og vildi oft
verða ólag á hvorutveggju. Voru víst tiltölulega fáir,
sem ekki mistókst það meira eða minna, t. d. að