Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 72
230
A. H. 13.:
IÐUNN
hún, sem sýnd er á myndinni. Öld eftir öld og í
hverri kynslóð, sem fæðist og lifir, sogast mennirnir
meira og minna upp á við úr ládeyðu daglega lífs-
ins af þessari miklu þrá eftir því æðsta og göfugasta.
Flestir marra raunar eftir sein áður í haffleli hvers-
dagslífsins, fáeinir komast nokkuð upp á við, en
einstaka maður sogast alla leið upp á brjóst gyðj-
unnar. Altaf heldur þó tímabylgjan áfram vegferð sinni
yfir tfmans haf til nýrra og nýrra kynslóða, full af
uppþrá, af eilífðarþrá mannkynsins.
Af þessu og öðru mun nú mega ráða, að Einar
Jónsson sé trúhneigður maður, þótt hann, að
því er ég frekast veit, sé ekki bundinn á bókstafs-
klafa neinnar sérstakrar trúar. Mér er ekki gjarnt á
að rasa um launmál manna eða spyrja þá spjörun-
um úr um þá hluti, sem þeim eru helgastir. En það
finst mér, að menn geti lesið út úr myndum Einars
Jónssonar, að hann trúi á guð og annað lif, hinn
endurleysandi mátt harmkvælanna, en þó umfram
alt á vegferð mannsandans úr myrkrunum upp í
ljósið.
Lítið t. d. á þessa mynd, er hann nefnir »Engil
lífsins« og sjáið, hversu vængir hans benda upp á
við. í fangi sér ber hann gamalmenni, sem hefir
gripið hendinni fyrir sjónir sér til þess að þurfa
ekki að horfast í augu við hrellingar dauðans. En
hann er nú um það bil að vakna til nýs lifs og eng-
illinn líður með hann f aftureldingunni upp til æðri
heima.
Sumir eru það þó, og þá aðallega hugsjónamenn-
irnir, er stefna þessa sömu leið með opnum sjónum.
— Þetta má sjá á annari mynd Einars, er hann nefn-
ir »Afturelding« (Morgendœmring) eða »Til ljóssins«.
Par bregður engill, er ber blys hins nýja upprenn-
andi dags í hægri hendi, vinstri handlegg sínum