Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 32
190
Hallgr. Hallgrimsson:
IÐDNN
en nú. Man ég eftir, á heimili því, sem ég ólst
upp á, að varla var svo vont veður eða færi, að
ekki færu einhverjir til kirkju og er það þó nokkuð
langt. Hvöttu foreldrar mínir heimilisíólk sitt til að
fara. — Þegar farið var úr hlaði, tóku karlmenn
ofan húfur sínar og fóru berhöfðaðir og þegjandi út
fyrir túnið, lesandi bænir sínar með sjálfum sér;
þá buðu menn hver öðrum góðar stundir, settu upp
húfur sinar og fóru svo leiðar sinnar. Allir kvöddust
og heilsuðust með kossi, þegar farið var til kirkju
og komið aftur. Flest fulloiðið fólk var til allaris
tvisvar á ári, haust og vor, og ef fólk flutti vistferlum
í aðra sókn, þótti sjálfsagt að vera til altaris, áður
það flytti. Við inessugerðina man ég ekki eftir inörgu
frábrugðnu því, sem nú líðkast, annað en það, að á
hátíðum var hringt afar lengi og að meðhjálparar
voru altaf á ferðinni um kirkjuna, að leiða utan-
sóknarmenn eða nýkomna til sæta; fóru þeir venju-
lega með einn í einu, tóku í hönd hans, leiddu hann
á eftir sér Lnn í kórinn og settu hann þar niður,
eftir mannvirðingu, — því nær altari sem meira átti
að hafa við, svo sem embætlismenn og bændur,
ógifta menn í lausu bekkina. Annars áttu sóknar-
menn viss sæti, sem þeir vildu ógjarna þoka úr, fyrir
öðrum. — Hið sama fór fram í fratnkiikjunni meðal
kvenfólksins, og var það venjulega kona meðhjálpara,
sem stjórnaði þar. Þegar prestur tónaði guðspjallið
fyrir altarinu, eða las það á stólnum og alt fólk
stóð í kirkjunni, sá ég kvenfólk, einkum gamlar
konur, beygja sig í knjáin, þegar prestur nefndi
eitthvert af nöfnum Krists. Allir karlmenn í kórnum
þökkuðu prestinum fyrir kenninguna, þegar messa
var úti og áður en hann fór frá altarinu, en þegar
hann gekk fram kirkjugóltið, gerði margt kvenfólkið
honum sömu skil. Ef kvenfólk var komið inn í
kirkjuna, áður en messa byrjaði, skrafaði það og