Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1922, Blaðsíða 67
IfiUNN
íslenzkir listamenn.
225
Ég geng því fram hjá flestum hinum stærri lista-
verkum Einars, sem allir skilja og allir vita deili á,
Utlögunum, Snorra-minnismerkinu, Nátttröllinu, Por-
finni Karlsefni, Árstíðunum, Victoríu drotningu og
jafnvel Ingólfi — fegursta minnismerki Einars, sem
skömm er að, að ekki skuli fyrir löngu vera komið
uppl — að hinum minni og sjaldséðnari listaverk-
um hans, sem miklu frekar þarfnast einhverrar skýr-
ar, áður en menn skilji þau og meti þau til fulls.
Þau eru ekki öll jafn-fögur, og þó sum ofur-fögur,
en þau eru öll eitthvað af því sannasta, bezta og
göfugasta, sem Einar hefir búið til.
Ég vil þá fyrst beina athygli þeirra, sem með mér
vilja fara, að ofur lítilli eirmynd, er Iætur lítið yfir
sér og hangir í horninu fyrir neðan Þorfinn. Er hún
til að sjá eins og gamals manns höfuð, úttært og
kinnfiskasogið. En þegar nær er komið, þá lítur hún
þannig út: (Sjá myndina á næstu bls).
Hvað á nú þessi »óskapnaður« að þýða? Jú, þetta
er sýnilega gamals manns andlit, þótt afskræmt sé
og ægilegt. En hvað er það sem háir manninum og
rífur upp augu hans og eyru? Það eru þjónustuand-
ar samvizkunnar. Annar þeirra styður fætinum á óst
inannsins og hrópar eitthvað inn í hlustir honum;
en hinn leggst endilangur yfir höfuð honum og rífur
upp á honum augnahvarmana. En það sem maður-
inu þannig er til neyddur að heyra og sjá er svo
hryllilegt, að hann gnístir tönnum yfir því. Þarna
er samvizkubitinu lýst á hinn átakanlegasta og eftir-
minnilegasta hátt. Sjáið, hversu maðurinn kvelst:
ormurinn deyr ekki og eldurinn sloknar ekki — fyr
en maðurinn gerir yfirbót eða örvilnastl — Þetta er
ekki fögur mynd, en hún er sönn; og dæmi menn
nú sjálfir um, hvort Einari tekst ekki þarna að leiða
lífssannindin átakanlega í Ijós, þótt hvorki séu þau
fögur né aðlaðandi. Mundi þetta ekki vera jafn-satt
Iöunn VII. 15