Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 3
IÐUNN
sV/; Völu-Steinn.
Ð er undarlegt á að minnast, að
gleymt skuli vera með öllu nafn manns-
ins, sem orli Völuspá. Svo misskift getur
frægðinni verið milli manns og verks.
Sæmundur fróði mun jafnan verða einn
af frægustu rilköfundum íslendinga — fyrir
eina bók, sem er glötuð, og aðra, sem hann
hefir aldrei átt neinn þátt í. Völuspá er fræg-
asta kvæði Norðurlanda og ótæmandi rannsóknarefni
fyrir vísindatnenn. En höfundur hennar er svo vand-
lega gleymdur, að engum könnuði hefir í alvöru til
hugar komið að gizka á nafn hans1). Ekki kemur
þetta af því, að Völuspá sé neitt þjóðkvæði, að »hún
haíi gert sig sjálf«. Hún er sjálfstæðara verk og per-
sónulegra en flest önnur fornkvæði. Annaðhvort er
hér um að ræða einhvern kynlegan misskilning á
því, hvað frumleiki sé, eða hitt, að nafn skáldsins
hetir bliknað og máðst út í ljómanum af kvæðinu
sjálfu. Mönnum kann að hafa virzt það draga úr
mætti og tign kvæðisins að kenna það við dauðlegan
mann. En vér núlimamenn vildum fegnir vita meira
um höfundinn. t*að myndi gera kvæðið ljósara og
nálægara, án þess að smætta það, og oss myndi fróun
í því að geta beint aðdáun vorri til manns, sem vér
1) Björn M. Ólsen getur þess til í ganini, aö Porgeir Ljósvetningaeoði
haíi ort Völuspá undir feldinum i búö sinni á alþingi 11)00 (Tiniarit Bók-
mentafél. 1894, 100-101). E. H. Meyer cignar Sæmundi íróöa Völuspá! —
Eina ihugunarverða tilraunin, sttm gerð liefir veriö til þess aö eigna nafn-
greindu skáldi nokkurt Eddukvæöi, er ritgerö Alexanders Bugge: »Arnor
Jarlaskald og det förste kvad om Helge Iiundingsbaneú i Timaritinu
Edda I, bindi 350 o. áfr.
Iöunn VIII.
11