Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 4

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 4
162 Sigurður Nordal: IÐUNN vissum einhver deili á, og ekki einungis út í nafn- laust tómið. I útgáfu minni1) hefi ég reynt að skygnast bak við kvæðið, eftir manninum. Mér kom lengi vel ekki til hugar að leita að neinu nafni. En svo skaut ein- hverntíma alveg óvæntu nafni upp í hugann, og eftir því sem ég sökti mér meir ofan í kvæðið, sótti nafnið fastar á. Eg athugaði, hver rök yrði fundin fyrir þessu, og þóttu þau ekki nógu sterk til þess að færa þau fram í vísindalegri útgáfu. En á hinn bóginn fanst mér rangt að þegja yfir þeim með öllu. Eg hef nú fengist svo mikið við Völuspá, að ágizkanir mínar kunna að hafa meira gildi en sumra annara. Auk þess getur hver lesandi vegið röksemdir mínar. Efa- semdir út í bláinn hirði ég ekki um, sízt frá þeim mönnum, sem enga hugmynd hafa um, hve torvelt er að finna nokkur örugg rök um slik efni. Meðan líkum minum verður ekki hrundið með öðrum gild- ari, né bent á annan höfund, sem sé líklegri, stendur tilgáta mín í gildi sem sennilegasta tilgátan. Og meira heimta ég ekki. I. 1 útgáfu minni hefi ég reynt að staðsetja og tíma- setja Völuspá. Eg hefi koinist að þeirri niðurstöðu, að hún sé það Eddukvæði, sem gildust rök verði færð fyrir, að ort sé á íslandi. En bæði staða kvæð- isins í bókmentunum og trúarástand það, sem í því speglast, bendir til þess, að það sé ort rétt fyrir kristnitökuna árið 1000, og hjálpar engin skoðun eins til þess að skýra það og skilja. Ég hef enn fremur lýst hinum ónefnda höfundi eftir föngum, hvernig æfin hafi búið hann undir að yrkja kvæðið og hvernig 1) Völusþá. Gefin út með skýringum aí Sigurði Nordal. Fylgirit Ár- bókar Háskóla íslands 1922—*23. Reykiavik, 1923,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.