Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 6
164
Sigurður Nordal:
IÐUNN
II.
Höfundur Völuspár hefir verið roskinn maður um
1000. Hann hefir verið spakur maður og mentaður á
sinoa tíma vísu, átt kost á að kynnast því, sem bezt
hafði verið ort með Norðmönnum og Islendingum
Og bezt var hugsað og talað af samtímamönnum
hans. Lífsreynsla hans hlýtur að hafa verið mikil og
erfið. Sá maður, sem gerir tortímingu og eldskírn
ragnaraka að fagnaðarboðskap, hefir einhvern tíma
ratað í þær raunir, að honum fanst öll tilveran
einskis virði. Enginn getur með vissu gizkað á,
hverjar þær raunir hafi verið, en þess er varla fjarri
til getið, að hann hafi mist son sinn, líkt og Egill,
og þurft að heyja svipað strið til þess að sættast við
tilveruna. Hvergi er slík viðkvæmni í Völuspá og þar
sem talað er um Baldur, Óðins barn, og harm
móðurinnar eftir víg hans. Skáldið hefir alist upp í
ríkri heiðinni trú, en þó kynzt kristninni nokkuð á
fullorðinsárum. Kristniboð þangbrands, þar sem var
boðaður heimsendir upp úr aldamótunum 1000, hefir
orðið honum opinberun og bent honum á leið til
þess að komast út úr ógöngum þeim, sein heiðin
lífsskoðun lenti í. En hann átti Óðni og Ásum of
mikið að þakka til þess að varpa hinum forna á-
trúnaði fyrir róða. Milli þessara tveggja siða kviknaði
innblástur skáldsins. Völuspá er myrkust og um leið
djúpsæjust allra íslenzkra fornkvæða, og virðist sem
andagift skáldsins hafi ekki verið honum með öllu
sjálfráð.
Nú skulum vér athuga, hvernig þessi lýsing, sem
reyndar er ekki nema lítið ágrip, kemur heim við
það, sem vér vitum um Völu-Stein.
Landnámabók segir, að Buríður sundafyllir og
Völu-Steinn sonur hennar hafi farið af Hálogalandi
til íslands og numið Bolungarvík. Hún var því kölluð