Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 7

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 7
IÐUNN Völu-Steinn. 165 sundafyllir, að hún seiddi til þess í hallæri á Há- logalandi, að hvert sund var fult af fiskum. Hún setti og Kvíarmið á ísafjarðardjúpi og tók til á kollótta af hverjum bónda á ísafirði. Synir Völu-Steins voru þeir Ögmundur og Egill. Þorvaldur Ólafsson belgs seldi Ögmundi sauðatökusök á bendur Þórarni gjall- anda. Fyrir það vo Þórarinn Ögmund á Þorska- fjarðarþingi. Völu-Steinn tók helstríð eftir son sinn. t*á fór Egill til fundar við Gest Oddleit'sson, þegar hann var að haustboði hjá Ljóti enum spaka á Ingjaldssandi, og bað hann leggja ráð til, að föður sínum bættist harmurinn. Gestur orti upphaf Ög- mundardrápu. Af henni eru nú tveir visuhelmingar varðveittir f Snorra-Eddu, og hiklaust eignaðir Völu- Sleini. Feir eru á þessa leið: Ileyr Míms vinar mína, mér er fundr gefinn Þundar, við góma sker glymja glaumbergs, Egill, strauma.1) Mank, pats jörð við orða endr myrk Danar sendi grœnnar gröfnum munni gein Hlöðynjar beina.2) Guðbrandur Vigfússon telur þau Þuríði og Stein hafa komið út eflir landnámstíð. Lætur nærri, að þau hafi komið laust fyrir miðja 10. öld og Steinn þá verið kornungur. Um 990 hefir hann verið um 1) Egill, hcyr mina Mims vinar (Óðins) glaumbergs (brjósts) slrauma (= skaldskap, kvæði) plymja við góma sker (tungu;; raérer gelinn fundr fundar (Óðins; = skáldskapur). 2) Man ek, ]>at er jörð gein endr gröfnum munni við sendi orða grœnnar Illöðynjar myrkbeina Danar (myrkbein Hlöðynjar |jarðar) = bamrar, Danr hamra = jötunn, orð jötuns = guli, scndir gulls = maður [Ögmundur]).

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.