Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 8

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 8
166 Sigurður Nordal: IÐUNN fimtugt og synir hans frumvaxta menn. Hávarðar saga segir, að Ljótur spaki hafi verið veginn á dög- um Hákonar jarls, o: fyrir 995, en Guðbrandur gizkar á, að þeir atburðir hafi orðið 1003. En þó að Há- varðar saga sé léleg, gæti þó það atriði vel verið rétt munað, að þeir félagar Hávarðar og frændur hefði hitt fyrir Hákon jarl í Noregi, enda er ágizkun Guð- brands reist á vafasömum heimildum og ályktunum. Það má því telja sennilegt, að vig Ögmundar hafi orðið á árunum 993—4. Þuríður móðir Steins var völva og seiðkona. Þetta varpar ljósi á fleiri vegu. Völvan hefir alið son sinn upp í ríkri Ásatrú og verið íær um að veita honum dýpri fræðslu um þau efni en alment gerðist. Hún hefir lagt áherzlu á trúna á Óðin, þvi að hann var »galdurs faðir«. Þegar Völu-Steinn sjálfur gerðist skáld, hefir það enn eflt þekkingu hans og átrúnað á goðin, einkum Óðin. — Völu-hæfileikar hafa verið ættgengir, eins og reynt er um miðils-hæfileika nú á dögum. Frá Þorbjörgu lítilvölu er það sagt í Þor- finns sögu karlsefnis, að hún hafði átt sér níu systur og voru allar spákonur. Innblástur Völu-Steins, sem hefir verið á takmörkum hins sjálfráða og enn mun að vikið, er völugáfa móður hans í lítið eitt breyttri mynd. — Loks hefir íþrótt Þuríðar gert syni hennar völur kunnugar og hugstæðar. Engum gat verið það eðlilegra en völu-syninum að láta völu mæla fram dýpstu rök tilverunnar. Það var myndin af móður hans og æskufræðslu hennar, senl hilti upp og varð risavaxin í töfrabjarma andagiftarinnar. Ef vér hugsum um aðra mentun Steins, koma líka í ljós merkilegir hlutir. Úm utanfarir hans, eftir að hann kom til íslands, vitum vér ekki. En vafa- laust má telja, að hann hafi riðið til Alþingis og heimsótt aðra hötðingja, innan fjórðungs og utan. Á Vestfjörðum sjálfum voru tveir menn, sem gátu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.