Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 11
IÐUNN
Völu-Steinn.
169
stefjadrápu, væri þau mikils virði. En nú er það
talsvert meira. Pað kann að vera tilviljun ein, og er
þó einkennilegt, að tvær kenningar í þessum tveiin
vísubrotum minna á Völuspá. Óðinn er kallaður
Míms vinur, og er það í samræmi við Völuspá, en
Mimir er ekki nefndur i öðrum dróttkvæðum fyrir
1200 en Sonalorreki Egils og hér. Ekki er jarðar-
heitið Hlöðyn miður fátítt, en það kemur bæöi í
síðara vísubrotinu og Völuspá. Hitt er þó miklu
merkilegra, að í öðru þessara vísubrota er greinileg-
asta lýsing á skáldlegum innblæstri, sem til er í
fornum skáldskap:
mér er fundr gcfinn Pundar.
Þetta er eins og upphrópun, tær berglind af gleði,
sem sprettur upp innan um hraungrýti kenninganna:
inér er gefinn skáldskapur, ég þarf ekki að leita,
smbr. andagift. Betur verður ekki gerð grein fyrir
slíkri reynslu í fám orðum1). En einmitt hinn skáld-
legi innblástur einkennir Völuspá framar öllu öðru.
— Annars er ékki óþarft að taka það fram, að þessi
visubrot gefa vafalaust ófullkomna hugmynd um
Ögmundardrápu, þar sem þau eru einungis valin til
þess að sýna dæmi vissra kenninga, enda má búast
við, að kvæðið hafi verið reyrt þungum viðjum máls
og forms. Sama skáldið gat kveðið furðu ólikt eftir
því, hver hátturinn var. Ögmundardiápa og Völuspá
hafa ekki verið ólíkari en Haraldskvæði og Glym-
drápa Hornklofa eða Sonatorrek og Berudrápa Egils.
Pá er loks að athuga, hvort Steinn muni hafa átt
kost á að hitta Þangbrand eða kynnast boðskap
hans áður en krislni var í lög tekin. Pangbrandur
ílutti guðs erindi á Alþingi 998, og má vel vera, að
Steinn hafi þá verið þar staddur. En líklegra er þó,
1) Sjá um þctta efni útgáfu mina bls. 131—133.