Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 11

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 11
IÐUNN Völu-Steinn. 169 stefjadrápu, væri þau mikils virði. En nú er það talsvert meira. Pað kann að vera tilviljun ein, og er þó einkennilegt, að tvær kenningar í þessum tveiin vísubrotum minna á Völuspá. Óðinn er kallaður Míms vinur, og er það í samræmi við Völuspá, en Mimir er ekki nefndur i öðrum dróttkvæðum fyrir 1200 en Sonalorreki Egils og hér. Ekki er jarðar- heitið Hlöðyn miður fátítt, en það kemur bæöi í síðara vísubrotinu og Völuspá. Hitt er þó miklu merkilegra, að í öðru þessara vísubrota er greinileg- asta lýsing á skáldlegum innblæstri, sem til er í fornum skáldskap: mér er fundr gcfinn Pundar. Þetta er eins og upphrópun, tær berglind af gleði, sem sprettur upp innan um hraungrýti kenninganna: inér er gefinn skáldskapur, ég þarf ekki að leita, smbr. andagift. Betur verður ekki gerð grein fyrir slíkri reynslu í fám orðum1). En einmitt hinn skáld- legi innblástur einkennir Völuspá framar öllu öðru. — Annars er ékki óþarft að taka það fram, að þessi visubrot gefa vafalaust ófullkomna hugmynd um Ögmundardrápu, þar sem þau eru einungis valin til þess að sýna dæmi vissra kenninga, enda má búast við, að kvæðið hafi verið reyrt þungum viðjum máls og forms. Sama skáldið gat kveðið furðu ólikt eftir því, hver hátturinn var. Ögmundardiápa og Völuspá hafa ekki verið ólíkari en Haraldskvæði og Glym- drápa Hornklofa eða Sonatorrek og Berudrápa Egils. Pá er loks að athuga, hvort Steinn muni hafa átt kost á að hitta Þangbrand eða kynnast boðskap hans áður en krislni var í lög tekin. Pangbrandur ílutti guðs erindi á Alþingi 998, og má vel vera, að Steinn hafi þá verið þar staddur. En líklegra er þó, 1) Sjá um þctta efni útgáfu mina bls. 131—133.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.