Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 19
IÐUNN Völu-Steinn. 177 um yiir heim, þar sem hið illa var afmáð og alls böls batnað. Inni í bænum sváfu gestirnir, þreyttir af glaumi og drykkju. Þangbrandur svaf fast og draumlaust eftir sigur sinn, viss um gildi málstaðar síns og framgang hans. Gestur einn Iá vakandi í hvílu sinni og hugsaði, bar hinn forna sið saman við hinn nýja og reyndi að dæma báða með réttlæti. En uppi á túninu fór Völu-Steinn einn saman og þuldi. Alt hið mikla kvæði var í huga hans, sumt fullkveðið, sumt í brotum, — Völuspá, sem enn eftir 900 ár heillar hugi manna, og er þó jafnófullkomin mynd af sálar- reynslu skáldsins og rastirnar í fjöruborðinu af brim- róti hafsins. Vafalaust fanst honum hann hafa ráðið gátu tilverunnar fyrir alda og óborna, meiri og minni mögu Heimdallar. Hann gerði sér ekki grein fyrir, að sigurinn á múgnum er alt af í hendi þess, sem sér ekki nema aðra hliðina, skilur ekki andstæðinga sína, imyndar sér dægradvöl tilverunnar einfaldari en hún er i raun og veru. En kristniboðanum skjátl- aðist líka. Hann myndi hiklaust hafa kallað Völu- spá djöfulsins verk, þrátt fyrir kristnina, sem örlar á í henni. Hann óraði ekki fyrir, að löngu eftir 'sigur kirkjunnar yrði sá dómur kveðinn upp, »að beztu menn á landi hafa lifað hér í heiðni, og síðan al- dregi komið þeirra líkar«1). Hann óraði ekki fyrir, að hinir kristnu niðjar myndi halda til haga hverri heiðinni heimild sem dýrgripur væri, en geyma »þýðingar helgar« og krislilegar riddarasögur ryk- fallnar úti í horni. Aldrei hefir ísland staðið á slík- um tímamótum. Foin menning og lífsskoðun, sem að mörgu leyti var sniðin við kynstofnsins hæfi og löguð af reynslu ótaldra alda, var að hverfa úr sög- unni, en í hennar stað var þjóðin færð í hebreskar, 1) Guðbrandur Vigfússon, sjá Safn til sögu ísl. I, 242. Iðunn VIII. 12

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.