Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 20

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 20
178 Sigurður Nordal: IÐUNN grískar og latneskar hvítavoðir, sem fóru henni mis- jafnlega. Of seint höfum vér skilið til hlítar, að þó að fslendingar eignaðist mikið, þegar kristni kom á land, þá mistu þeir líka nokkuð, — meira en þurfti að vera, af því að kristniboðarnir voru oft óþrosk- aðri en þeir, sem við siðnum tóku. Vér getum meö engu móti tekið ribbaldann Þangbrand og angur- gapann Hjalta Skeggjason, sem skirðist ekki við að svivirða goð æsku sinnar á því þingi, er þeim var sjálfum helgað, fram yfir menn eins og Ingimund gamla, Þorkel mána, Njál og Gest Oddleifsson. Hitt er sannara, að á anda heiðninnar lifðu íslendingar, bæði í bókmentum og siðferði1 2), sínar fyrstu kristnu aldir, sínar beztu aldir. Aldrei hefir betur en á síð- ustu áratugum 10. aldar verið sameinað hér það tvent, sem mestu varðar þjóð: að standa djúpum rótum í fornum jarðvegi, en vera þó umburðarlynd og næm á nýjar hugsjónir. Um höfund Völuspár má segja með enn meira sanni það, sem kveðið hefir verið um annan íslenzkan afreksmann: Aldrei hóf sig hærra í landi hjartagreind á siðum tveim, seint mun faðma himinheim hugartökum stærri andi.2) 1) S.já rit mitt Snorri Sturluson, bls. 253—59. 2) Einar Benediktsson, Snorraminni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.