Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 22

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 22
180 Jóh. Sigfússon: IÐUNN jafnan féþúfa, og að minsta kosti þegar fram á 18. öld kom, gerðist það alltítt að hin mikla fjárgæsla og ábyrgð sú, er henni fylgdi, kæmi þeim og vensla- mönnum þeirra því nær á kaldan klaka. Um nálega þrjár fyrstu aldirnar eftir siðskiftin verður engin stór breyting á skipulagi skólanna á íslandi. En nokkru fyrir miðja 18. öld, kemur Jón Þorkelsson Skálholtsrektor til sögunnar, hann ber fram fyrir stjórnina umkvartanir um að skólum sé í ýmsu áfátt hér á landi, og kirkjumál ekki í svo góðu horfi sem skyldi. Það má segja, að hann sækti vel að í Danmörku, er hann bar þar fram kvartanir sinar. Heittrúarstefnan hafði þá vakið þar sterkan áhuga á umbótum í skólum og kirkju. Hann fékk því framgengt hjá stjórninni, að hún ákvað að senda mann til íslands til að líta eftir skólum og kristni- haldi í landinu, og skyldi Jón rektor vera aðstoðar- maður hans. t för þessa var sendur presturinn Lud- vig Harboe, og má segja að stjórnin hafi þar verið heppin í valinu, því að Harboe reyndist íslandi mesti nytsemdarmaður, meðan hann dvaldi hér, og landinu jafnan velviljaður síðan. Þeir Harboe og Jón dvöldu hér á landi árin 1741 —1745. Sátu þeir á biskups- stólunum á vetrum, þó lengst á Hólum, og litu þar eftir skólunum og kenslu í þeim, en ferðuðust um á sumrum og kyntu sér kunnáttu presta, embættisfærslu þeirra og uppfræðing almennings, einkum æskulýðs- ins. Árangurinn af starfi þessu varð sá, að hingað streymdi inn yfir landið heilt flóð af tilskipunum um kirkju og skóla, er gefnar voru að meira eða minna leyti fyrir ihlutun Harboes, og sjálfsagt að miklu samdar af honum í samráði við Jón Þorkelsson. Skulu hér nefndar nokkrar af tilskipunum þessum, svo sem til- skipun um spurningar barna, tilskipun um fermingu barna, tilskipun um húsvitjanir, helgidagatilskipunin,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.