Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 26
184
Jóh. Sigfússon:
IÐUNN
Þegar kemur fram á 18. öld fara margir að hafa
orð á því, að mentun meginhluta lærðra manna hér
á landi sé helst til ófullkomin, þar sem svo fáum
gefist kostur á að sigla til háskólans til frekara náms,
en fátt kent í latínuskólunum hér á landi.
Rétt eftir miðja 18. öld kemur fram tillaga um að
stofnaður sé framhaldsskóli við annan latinuskólann
eða prestaskóli (gymnasium) handa þeim, er ekki
gætu siglt til háskólans, og í þeim skóla einkum
kend guðfræði; en fé til skólahaldsins mundi hægt
að fá af slólseignunum, væri þeim haganlega stjórnað;
gert er ráð fyrir tveim lektorum við skóla þennan:
öðrum í guðtræði, en hinum í eðlisfræði og læknis-
fræði. Enginn árangur varð þó af tillögum þessum,
fremur en mörgum fleiri á þessari miklu vakninga-
og bollaleggingaöld. í hinum mörgu og merku til-
lögum sem landsnefndinni (1770) bárust, er á nokkr-
um stöðum minst á fræðsluna i landinu, og bornar
fram tillögur um að auka hana, og skal aðeins laus-
lega drepið á þær:
Ein tillagan, líklega frá Magnúsi sýslumanni Ketils-
syni, fer fram á það, að stofnaður sé framhaldsskóli
(gymnasium) í Viðey. Treystir hann því að konungur
muni leggja til jarðir til viðhalds skólanum; yrði þá
Viðeyjarklausturs-eignum varið á þann hátt, sem í
fyrstu var til ætlað, er klaustur lagðist niður í Viðey.
Ólafur Stephensen, siðar stiftamtmaður, vill láta
kenna í skólunum siðfræði, sönglist og reikningslist,
auk annars. Um reikningslistina segir hann, að hún
sé undirstaða þess, að íslendingar geti sjálfir rekið
verslun, komist fríhöndlun á hér á landi.
Bjarni landlæknir Pálsson kvartar yfir, að í skól-
unum sé engin fræðsla veitt í eðlisfræði og búvís-
indum. Telur hann æskilegt að hann sjálfur gæti
verið í Skálholti síðast í maí og fram í júní, til aö
kenna piltum undirstöðuatriði grasafræðinnar, og um