Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 35

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 35
IÐUNN Um flutning latínuskólanna. 193 Hætt er þó við að áætlanir þeirra, jafnt sem hinna, mundu ekki hafa staðist, þegar til framkvæmdanna hefði komið. Þeir semja frumvarp um skólaskipun- ina eins og hinir höfðu og gert; gera þeir ráð fyrir tveimur latínuskólum í landinu, öðrum í Reykjavík fyrir Suður- og Vesturamtið og hinum á Akureyri fyrir Norður- og Austuramtið; skyldi Hólaskóli flutt- ur þangað, og Hólabiskup flytjast líka til Akureyrar á sama hátt og Skálholtsbiskup hafði verið látinn flytja til Reykjavíkur, eða þá stiftprófasturinn í Hóla- stifti, ef þar yrði enginn biskup skipaður, eins og til orða hafði komið. Peir gera ráð fyrir að hið fyrsta að unt sé, verði bygt á Akureyri hús handa biskupi eða stiftprófasti, skólanum og kennurunum, sem og dómkirkja, og gera ráð fyrir, hvernig fá megi fé til þess. Skólatiminn ætlast þeir til að verði stórum lengdur, verði um tíu mánuði á ári, og kennarar 4 við hvorn skólann; ætla þeir eigi síður til en hinir, að skólarnir séu bættir svo miklu nemi, sést það Jjóst á því, þegar þeir fara að telja upp, hvað kenna skuli, og hvernig kenslu og skólastjórn skuli hagað. Bæði nefndarbrotin sóttu það með kappi, að fá tillögum sínum framgengt, en þar urðu þeir Stephen- sen hlutskarpari. Með konungsbréfi 2. oktÓDer 1801 var ákveðið að niður skyldi lagður biskupsstóll á Hólum og skóli, en lærisveinar úr Hólaskóla teknir í Reykjavíkurskóla, og skyldi hann framvegis vera eini latínuskólinn í landinu. Var nú Norðurland með öllu svift stól og skóla. Sveið Norölendingum þetta sáran, og hafa þau sár seint viljað gróa. Stefán amtmaður Thorarensen, gerði itrekaðar tilraunir til að fá skólann endurreist- an í Norðurlandi; fekk hann ötulan liðsmann í þessu máli, Ólaf Ólafsson prófessor í Kongsbergi, gamlan Skagfirðing; hann skarst í málið, og kom svo langt, að stjórnin kvaddi hann til Kaupmannahalnar 1804 Iöunn VIII. 13

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.