Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 36

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 36
194 Jóh. Sigfússon: IÐUNN til skrafs og ráðagerðar. Hann skrifaði alllangt álits- skjal um málið, og hélt fast fram skóla i Norður- landi og hrakti mótbárurnar gegn honum. Steinasafn kvaðst hann hafa sent til Ilólaskóla, og mundi hafa haldið áfram að senda honum sendingar, hefði hann ekki verið lagður niður. Bókasafn sitt lofaði hann að gefa skólanum, og hið sama mundi Stefán amt- maður gera. Fyrir fé safnað í Noregi kvaðst hann mundi geta látið smíða skólahús þar, og mundi senda það til íslands, hvort sem skólinn yrði reistur á Hólum eða á Akureyri. F*rátt fyrir allar þessar tilraunir og tilboð, varð þó ekkert úr því, að skóli yrði endurreistur á Norð- urlandi. Fyrir Magnús Stephensen hlýtur skólasam- steypan að hafa orðið hin mestu vonbrigði. Hann hafði farið mörgum orðum um það, og sjálfsagt bú- ist við því sjálfur, að fyrir fé beggja skólanna mætti koma upp góðum og fullkomnum skóla í Reykjavík. En hver varð svo reyndin? Skólahúsið í Reykjavík var að vísu ekki 20 ára, en það hafði verið svo illa bygt og því svo illa haldið við, að alt gaddaði og fraus í því í frostum, og svo óþétt var það, að það næddi í stormum. Kvað svo ramt að þessu, að pilt- ar gátu ekki haldið á sér hita í rúmunum í kuldum, og að flestu var það hið óvistlegasta og allur að- búnaður skólapilta hinn bágbornasti. Á þessu voru engar bætur ráðnar við samsteypuna; rak brátt að því, að húsið varð með öllu óhæfilegt til skólahalds svo að skóla varð að leggja niður í Reykjavík (1804) og flytja hann til Bessastaða, og hafði enginn skóli orðið haldinn veturinn 1804—1805; ekki varð nú risið hærra á sameinaða skólanum að sinni. Svipað er að segja um kensluaukniuguna og kenn- arafjölgunina, þar sat alt í svipuðu horfi og veriö hafði áður, meðán skólinn var i Reykjavík. Pað fer fyrst að skíma eftir að skólinn fluttist til Bessastaða

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.