Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 38

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 38
196 Pétur Hamar Péturss: IÐUNN veiktist og náði sér ekki aftur, varð að hætta við námið. Féll honum petta rajög þungt. í sumar sem leið, var hann farinn að ná aftur kröftum svo að hann gat gengið að slætti, og voru allir vongóðir um að i haust gæti hann tekið til við námið aftnr. En í byrjun ágústmánaðar veikt- ist hann hér i Reykjavík á mjög óvæntan hátt, og hlaust af því dauði hans, 19. okt. Pétur var með fríðustu ungling- um, svipmikill, norrænn mjög í sjón. Skal því ekki leynt, að til voru vonir um að sjá hann sem einn af snillingum islen/.krar tungu. H. P. Næturkyrð. Nú hvílir fold í fadmi blíðrar nætur og fjöllin reifast þokuhjúpum grá, en daggartári blómið Baldur grætur og býst hann heimta kaldri helju frá. í lækjarhvammi ljúft er nú að una í lautu niðar fjallalækur smár, og heyra í fjarska gljúfrin dökku duna er dimmum rómi kveður fossinn hár. Um háis og dali hljóðna lifsins raddir og helg er dýrð þín, Ijúfa sumarnótt; þú foldarbörnin heitum kossi kvaddir þau hvíla nú í faðmi þínum rótt; en lygnum straumi líður fram að unnum með léttum nið hin tæra silungsá, en þokan svalar þyrstum blómamunnum og þögul grúfir yfir tindum blá. Sumarkoma 1923. Færði sól oss sumar, syngja lóur í móum, lifna blóm í lautum, lækir niða á skriðum, kasta klaka-serki,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.