Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 41

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 41
IÐUNN Píslarvottar tízkunnar. 199 þegar engin er spjörin á líkamanum til þess að skreyta? Eða þá konan frá Suður-Ameríku, sem 1. mynd sýnir. Henni hefir varla liðið mjög vel þau árin, þegar verið var að þenja og teygja eyrnasnepl- ana og neðri vörina á henni utan um beinplöturnar. en svo eru líka launin ekki alveg ónýt. Hún hlýtur að vera alveg ómótstæðileg, þegar ungu mennirnir sjá hana svona skrýdda. Hún hlýtur að vísu að eiga dálítið erfitt með að tala, en orð eru líka óþörf þegar fegurðin er nóg! Flestir þekkja kínverska skóinn fræga, þennan bein- harða prjónastokk, sem meybörnin verða að troða fótunum í til þess að verða falleg. Sá veit bezt hvar skórinn kreppir, sem hefir hann á fætinum. þröngir skór kvelja okkur líka stundum og hafa kvalið. En það er ekki nema rétt til þess að láta okkur renna grun í kvalir kínverja-stúlknanna, þegar þær eru að kaupa sér fallega fætur. Til eru líka þjóð- flokkar, sem beita sömu aðferð við höfuð barnanna eins og Kínverjar beita við fæturna. Höfuð barnanna eru lálin vaxa innan í eins konar spelkum og um- búðum, sem afmynda það á ýmsan hátt, gera það þunt og uppmjótt eins og trjónu eða turn, alt fyrir fegurðina. En einkennilegt er það, að þess kvað ekki sjá nein merki, að þessi misþyrming hafi áhrif á gáfnafar eða andlegan þroska unglinganna. Tennur og hár þykir hvorttveggja segja til sín ef illa er að því farið. En öllu verður að fórna fyrir fegurðina. Tennur eru brotnar og dregnar eða mol-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.