Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Qupperneq 42
200
Magnús Jónsson:
IÐUNN
aðar úr þeim, alt eftir því, sem tízka er með þessari
þjóð eða hinni. Hárið er reytt og slitið ef það þykir
við eiga. Jafnvel augnahárin eru slitin upp með rótum
til þess að ganga í augun á öðrum.
Þá þekkja allir »tattóveringu«, hörundsílúrið, sem
er mjög algengt með þeim þjóðum, sem ganga
naktar að meira leyti eða minna. Það er gert með
ýmsu móti, en ávalt hefir það miklar pyndingar i
för með sér. Stundum eru rósirnar ripsaðar með
einhverju hvössu verkfæri svo djúpt að verulegt sár
myndast. Svo er þetta sár rifið upp í sífellu, þar til
það þykir trygt að greinilegt ör myndist. Stundum
eru rósirnar brendar með glóandi prjóni. í*að hlýtur
einhverntíma að heyrast hljóð áður en þessu starfi
er lokið um allan likamann. En þetta eru nú líka
einu sparifötin, sem menn fá um æfina, og þau eru
borguð með því meiri kvölum, sem þau eru skraut-
legri og endingabetri, alveg eins og við verðum að
borga því meiri peninga, ávöxt þvi meira erfiðis og
þrauta, sem við viljum fá betri hlut.
Þar sem engin eru fötin verður að láta likamann
sjálfan verða fyrir öllu, sem vinna þarf til fegurðar
og yndisþokka. En batnar þetta nú stórkostlega þó
að fötin komi til hjálpar?
Menn eru ekki á eitt mái sáttir um það, hvaða
hvatir hafi knúð mennina til þess að fara að nota
klæðnað. Orsakirnar geta verið margar. Fötin skýla
við kulda, en samt eru til þjóðir í all köldum lönd-
um, kem kveljast af kulda, en hafa aldrei fundið
það heillaráð að skýia sér með klæðnaði, en aftur
á móti klæðast aðrar þjóðir, sem búa í stöðugum
hitum. f*á eru fötin eins og kunnugt er, nauðsynleg
velsæmis vegna, en vafasamt er hvort þau eiga ekki
sjálf þátt í því, og þá getur ekki velsæmistilfinning
sú, sem þau sjálf hafa vakið, verið orsök þess, að
þau voru upp tekin. En svo er ein orsökin eftir enn,