Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 45
IÐUNN Píslarvottar tízkunnar. 203 verði fallegri en guði hefir lekist að gera hann. En vanalega er það skórinn sjálfur sem á að hafa áhrifin, en fóturinn hefir óvart orðið fyrir hnjaskinu. Tímanlega á miðöldunum fór það að þykja fallegt að hafa skóna langa og mjóa í tána, og þessi tízka gagntók menn alveg á 13. öldinni. Það var ekki nema sjálfsagt að láta þetta eftir sér þó að fóturinn væri þrár og héldi gamla laginu. Hann varð að gera svo vel að reyna að laga sig eftir skónum eins vel og hann gat. Á þessu gekk um hríð og á næstu öldinni fóru tærnar á skón- um að lengjast svo úr hófi, að farið var að ákveða með lögum hve langir skór mættu vera. En hvað stoðaði það? Skórnir lengdust æ því meir, og loks voru þeir orðnir svo langir, að það var ómögu- legt að nota fæturna til þess, sem þeir óneitanlega eru bezt fallnir til, sem sé að ganga á þeim. En ilt er að deyja ráðalaus á þurru landi. Menn festu bandspotta í tábrodd- ana og bundu þeim um lærið eða hnéð. Svo var líka farið að reyna að hafa trégrind í þeim eða trébotn. Ekki mátti stytta þá með nokkru móti. Heldur urðu menn að skrönglast áfram á þessum ógurlegu fer- likjum meðan nokkur vildi við þeim líta. Og stund- um hengdu menn svo bjöllu í tábroddinn, svo að í þeim hringdi eins og forustusauð við hvert fótmál. Og þetta voru nú karlmennirnir.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.