Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 46
204
Magnús Jónsson:
IÐUNN
Þessii' ógnarskór karlmannanna hafa liklega ofboðið
svo kvenfólkinu að það hetir varla verið með sjálfu
sér af aðdáun á meðan það stóð sem hæst. En þegar
löngu skórnir voru að missa tökin, komu konurnar
fram og sögðu skák á móti. Og nú var það hæðin
en ekki lengdin, sem alt var undir komið. Hælarnir
voru gerðir svo háir, að táin sneri nærri beint niður.
En nú er það svo um öklaliðinn, að hann er venju-
lega ekki svo liðugur að þetta sé hægt, og þar sein
eitthvað verður undan að láta, þá bognaði það, sem
liognað gat og næst var, en það voru knjáliðirnir.
Þótti nú ekkert yndislegra en konur á þessum há-
hæluðu skóm, hoknar í knjáliðunum og svo farlama
að þær urðu að ganga við stóreflis stafi til þess að
velta ekki áfram. Nú voru það konurnar, sem aðdá-
unina vöktu með fegurð sinni.
Þetta er nú nóg úr píslarsögu fótabúningsins. t*á
kemur næsti áfanginn á leiðinni upp eftir þessum
þjakaða mannslíkama.
Pilsin hafa ekki altaf verið kvenfólkinu til tómra
þæginda. Annars eru pilsin ekki gömul flík. t*au
koma ekki upp fyr en á 14. eða 15. öld. Áður var
pilsið ekki annað en neðri partur kyrtilsins, sem
spentur var að mittinu með belti og var steypt yfir
höluðið. En þegar það fór að þykja fallegt, að hafa
búninginn sjálfan aðskorinn í mittið voru góð ráð
dýr, því að brjóstin stóðu fyrir. Þá var gripið til
þess snjallræðis að skifta búningnum í þessa tvo
parta, sem síðan hefir tíðkast, pils og treyju. En
þegar pilsið hafði fengið þessa viðurkenningu fyrir
sjálfstæði sinu, var ekki að því að spyrja, að það
var farið að finna upp á einhverju, sem gæti látið
meira bera á því. Þetta kemur fj'rst fram á Spáni á
dögum Filippusar II. Pá er fundið upp á því, að
þenja pilsið út með grind úr hvalbeini, stálfjöðrum
eða öðru siíku, einkum til hliðanna. Ýmsar af mynd-