Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 53

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 53
IÐUNN Pislarvottar tizkuanar. 211 og þykkur, sem komst í tízku á Spáni á miðri 16. öld og fór sigurför um álfuna á næstu öldinni. Sést hann á 6. mynd, en þó ekki tignarlegasta útgáfa hans. Þessa kraga báru bæði menn og konur og mátti svo að orði kveða, að allur dagurinn geDgi í það að geta teygt höfuðið upp úr þess- um lérefts- haugi. Var sú fyndni sögð, að það væri engu líkara en að höfuð fólksins væri borið á fati eins og höfuð Jóhannesar skírara. Þó tók fyrst út yfir þegar menn átlu að matast með þessa kraga. Pað var ó- hugsandi að ná með hend- g. mynd. inni upp að munninum, heldur varð að hafa til þess afar langa gafla og skeiðar, og flytja matinn með þessum véla- krafti þangað sem hann þurfti að komast. Pá þekkja margir af myndum kragana, sem Elíza- bet Engladrotning bar, og aðrar frúr að hennar dæmi. Innan í þeim hvarf höfuðið algerlega nema frá einni hlið, og málti ekki hreyfa það. Svo kemur nú sjálft höfuðið með öllu sínu skarti,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.