Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 54
212
Magnús Jónsson:
IÐUNN
og yrði of langt að telja upp alt það, sem á það
hefir verið lagt í þjónustu fegurðarinnar. Hér skal
aðeins minst á fátt eitt.
Árið 1385 kom Isabella frá Bayern, drottning Karls
VI. Frakkakonungs til Parísar og var með höfuð-
búning, sem flestir gerðu gys að. En hláturinn fór
fljótt af og þessi höfuðbúningur, sem kallaður var
»hennin« fór sigurför um álfuna. Má sjá eina
tegund hans á 7. mynd. Fað var líkast sykurtoppi í
laginu, h. u. b. meter á lengd,
búið til úr glitofnum silkidúk,
prýtt gulli og gimsteinum, en
snúrur og slæður hengu niður úr
því. Stundum var þessi höfuð-
búningur klofinn í tvent og stóð
sitt hornið í hvora átt. Voru
dæmi til þess að stækka varð
hallardyr, til þess að frúin kæm-
ist inn með hornin óskemd. Yfir-
leitt hafa höfuðbúningar haft ná-
lega allar upphugsanlegar myndir,
stærðir og stað eins og sýnt verður. Framan af 19.
öldinni voru kvenhattar sífelt á ferð og flugi um
höfuðið. Voru þeir kallaðir í gamni: 1. wkystu mig
ef þú getur«; hann var svo stór og framarlega, að
hvergi var hægt að komast að andlitinu, 2. »kystu
mig ef þú þorir«; hann var svo lítill og tylt svo
tæpt ofan á höfuðið, að hann sýndist hljóta að detta,
hve lítið sem út af bar, og 3. »kystu mig ef þú vilt«;
hann var aftan á hnakkanum, stóð hvergi í vegi fyrir
andlitinu. Þetta voru nú alt góðir og meinlitlir hattar.
En svo komu nýlega hattprjónarnir frægu, sem við
munum eftir á okkar ungdómsárum, og létu eftir sig
ljótar rispur á náunganum i þrengslum.
Þegar við lítum á hattana og húfurnar, sem karl-
menn bera nú á dögum gæti okkur virzt ótrúlegt,