Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 57

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 57
IÐUNN Píslarvoltar tizkunnar. 215 sið upp eftir honum. Og þegar komið er af stað niður eftir sleðabrekkunni þá er ekki gott að ráða við það; hraðinn vill aukast. Hárkollan varð stærri og stærri og hárið síðara og síðara. Sjálft hárstríið á höfðinu varð nú engis virði og komst í stökustu óhirðu. Skeggvöxtur þótti draga úr áhrifum hárkoll- unnar og var því rakað og skafið. Hálskraginn stóri varð nú að víkja, og má því segja að þar hafi ein plágan rekið aðra á dyr. En skrítnasta afleiðingin var þó sú, að höfuðfat varð nú bæði óþarft og óþægilegt, enda varð nú siður að bera höfuðfatið sem oftast undir hendinni! í*á erum við nú komin upp á hvirfilinn, og spöl- korn uppfyrir hann, og verður þá ekki hærra kom- ist i þessarri píslasögu fegurðarinnar. En auka atriði eru náttúrlega ýms eftir, t. d. sú áreynsla að þurfa altaf að bera með sér hund í fanginu og annað slíkt, en hér skal nú staðar numið. Nútíminn er lausari við flest af þessu en verið hefir um margar aldir. En þó er langt frá þvi, að fólkið sé hætt með öllu að fórna sér fyrir fegurðina. Stórfé er enn til kostað í þessu skyni umfram þörf, og kalt finst manni að sumum stúlkunum hljóti að vera á fótunum þegar íslenzki útnyrðingurinn næðir í gegnuin silkisokkana. En samt sem áður er eng- inn vafi á því, að okkar raunhæfu tímar hafa vakið meiri hug en flestir undanfarnir tímar á því, að láta ekki ginnast of langt út á þessa braut.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.