Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 59
IÐUNN
Róm.
217
Loks kom ég auga á þjón hótelsins og gaf mig fram
við hann. Hann hafði vagn handa mér og varð ég
feginn er ég komst út af járnbrautarstöðinni og ók
af stað. Brátt náði hrifningin tökum á mér aftur. —
Ókum við fram hjá fögrum gosbrunni og svo upp
hæð nokkra siðan niður í djúpan dal og upp bratta
brekku eftir via Sistina. Varð ég mjög glaður í anda,
er ég kom auga á stóra töflu greypta inn í hliðina
á húsi er við fórum fram hjá. Gat ég séð á henni
nafn Alberts Thorvaldsens. Eg tók í skyndi ofan, til
þess að heilsa minningu þessa fræga landa. — Að
vörmu spori vorum við komnir að hótelinu, og sá
ég strax að ég hafði verið heppinn í valinu. Hótelið
stóð á einum hinum fegursta stað í bænum. Við
hlið þess stóð ein af stóru kirkjunum íRóm: chiesa
di ss. Trinita dei Monti. Og fyrir framan lá upp-
hlaðið svæði með afarháum obelisk á því miðju. —
Það lá hátt upp i hlfðinni á Monte Pincio og ganga
þaðan afarbreiðar tröppur 135 niður á sléttuna. Er
þar fyrir neðan stórt torg, Piazza di Spagna og ganga
þaðan götur í þrjár áttir. Aí háa torginu, sem hótel-
ið mitt stóð við, var hin dýrlegasta útsýn yfir
alla nýrri borgina. Mændu hátt við liiminn stórhýsi
og kirkjuturnar og bar Péturskirkjuna hæst.
Næsta morgun fór ég snemma út að skoða borg-
ina. Fór ég leiðsögulaust eitthvað út í bláinn. Reik-
aði ég víða um og gaf mig á vald hinni þægilegu
einveru i mannstraumnum. Hvergi er maður eins
einn eins á fjölförnum stöðum í ókunnri borg. Brátt
rakst ég á Tiberfljótið og nam þar staðar á brú einni
og horfði niður á hinn gula straum. Pá skildi ég
fyrst, hversvegna Horatius kallar hann flavum Ti-
berim. Eg hefi aldrei séð eins mógult vatn. Hér
fanst mér eins og ég hefði rekist á gamlan og góðan
vin. Eg drakk i mig strauminn með augunum, og
með bylgjum hans bárust ótal myndir frá löngu liðn-