Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 63
IÐUNN
Róm.
221
annar í hvítasunnu. Og fylgdi með aðgönguteikn og
skírteini. Eftir að ég hafði hjá kammerherra de Paus
fengið leiðbeiningar um það, sem ég helst þurfti að
vita um framgöngu og aðra hluti, fór ég svo á til-
settum degi til Vatikanhallarinnar. Mér var leiðbeint
inn í afarstóran biðsal og þar sendi ég inn skírteini
mitt ásamt nafnspjaldi kammerherrans, og gerði ég
það að undirlagi hans. Að vörmu spori kom sá hirð-
maður, er tekið hafði á móti skírteininu, aftur til
mín og kvaddi mig að fylgja sér. Fór hann með mig
i gegnum eina 4 sali, afarstóra og glæsilega, inn í
einn fremur lítinn sal og setti mig þar í röð þeirra,
er fyrir voru, en það voru 5 fullorðnir og 17 eða 18
smámeyjar 8—12 ára að aldri og voru þær allar í
fannhvítum búningi. Ég þóttist vita að það mundi
vera skóli einhver, og voru 4 nunnur (ég heldJósefs
systur) með þeim. Kammerherra de Paus kom síð-
an inn og gekk til mín og fagnaði mér hið Ijúf-
mannlegasta, tók hann mig út úr röðinni og vísaði
mér til, hvar ég skyldi vera og vár ég þar út af
fyrir mig. Á gangi um salinn voru skrautbúnir
kammerherrar og lifvarðarforingjar, en við hverjar
dyr stóðu varðmenn úr Schweissneska lífverðinum í
miðalda einkennisbúningum, stóðu þeir þar með
brugðnum sverðum. Meðan á þessu stóð voru sal-
irnir þeir, er ég hafði gengið í gegnum, að fyllast af
fólki og var raðað upp í hálfhringi, en alt fór þetta
svo hljóðlega fram og með svo mikilli reglu að jafn-
vel ekki ys heyrðist.
Nú er alt var í röð og reglu, var dauðakyrð yfir
öllu og Ioftið eins og þrungið af eftirvæntingu. Svo
kom Páfinn inn, allir beygðu kné og áheyrnin byrj-
aði. Pálinn gekk meðfram röðinni frá hægri til vinstri,
staldraði lítið eitt hjá hverjum manni, rétti honum
hönd sína, skreytta hinum stóra embætlishring, sem
allir kystu á, og sagði fáein blessunarorð við hvern.