Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 64
222 Friðrik Friðriksson: IÐUNN Meðan Páíinn gekk með fram röðinni hafði ég tíma til að virða hann fyrir mér. Að því er mér virtist er Páfinn gildur meðalmaður á vöxt, nokkuð þrekinn og föngulegur. Hann var í hvítri kápu með gullfesti um hálsinn og við hana hékk krossmark. í fram- göngu virtist mér hann vera maður mjög blátt áfram og óbrotinn, en mjög virðulegur. Hann er nokkuö feitlaginn án þess þó til lýta sé. Ennið er hvelft og hátt og bogadregnar augabrúnir, svipurinn bjartur og hreinn. Ég tók eftir brosi hans, er hann blessaði litlu stúlkurnar, og fanst mér brosið hlýtt og nær því barnslegt. En á engu finst ég mér ég þekkja menn betur en á brosi þeirra. Hvarf frá mér öll feimni og var ég þá vel undirbúinn til þess að það kæmi ekki flatt upp á mig, er hann kom til min og hóf samtai, er ég ekki átti von á. Þegar Páfinn kom til mín var ég kyntur honum sem pastor Islandicus (hinn íslenski prestur). Hann spurði mig þá, á hvaða máli ég vildi að hann talaði við mig. Ég kaus þá latínu. Hann spurði því næst, hvort sú tunga, er nú væri töluð á íslandi líktist hinni fornu tungu, sem hinar frægu bókmentir forníslendinga væru skrifaðar á. Ég útskýrði það með því að segja að drengir vor- ir læsu fornsögurnar næstum því sem nútíðar bók- mentir. Og lét hann aðdáum sína i Ijós yfir því. Þá spurði hann um hag þjóðarinnar á styrjaldarárun- um og eftir þau. Svo talaði hann um fornöld vora, og um kristnitökuna hér á iandi sem væri svo ein- stök í sögunni. Hann minntist á friðartímann og bókmentirnar og endaði með því að segja: »Pá voru líka uppi svo margir miklir menn á fslandi«. Sam- sinti ég því auðvitað og nefndi sem dæmi nafn hins heilaga Jóns Ögmundssonar; virtist mér að Páfinn mundi kannast við hann, því hann brosti glaðlega og beygði höfuðið sem til samþykkis. Rétti hann mér svo höndina og gaf mér blessun sína með svo

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.