Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 67
IÐUNN
Róm.
225
klæddir eða í ýmsum prestabúningum og konur voru
allar svartklæddar í háhálsuðum og ermalöngum
kjólum. Allsstaðar voru kammerherrar og hirðmenn,
er röðuðu í tölumerkt sæti. Fór það alt vel og hljóð-
lega fram. Schweizzneskir lífvarðarmenn stóðu með
jöfnum millibilum á verði. Fyrir framan þennan sal
eru aðrir stórir salir, sala Regia o. fl. Voru þeir fullir
af fólki, er aðgöngu hafði til þess að sjá skrúðgöng-
una fara fram hjá. Þegar nú alt var komið í röð
og reglu, þá fór skrúðgangan að nálgast; heyrðist þá
dynjandi lófaklapp utan úr fremri sölunum. Nú kom
skrúðgangan inn í aðalsalinn. Fyrst komu ýmsir háir
embættismenn hirðarinnar og þar næst flokkur manna
í rauðum kápum og bar einn þeirra gullmítur Páfans
á svæfli. Svo var borið fram afar stórt og hátt kross-
mark, og þar á eftir kom kardinala-skarinn í rauðum
hempum og þar yfir fjólubláum kápum; var það
einhver virðulegasta sveit manna, sem ég hefi séð.
Loks kom Páfinn sjálfur sitjandi í burðarhásæti
sínu (»Sedia gestatoria), bornu af 8 Schweizzneskum
hermönnum, en við hliðina að framanverðu gengu
tveir kammerherrar, er báru afarstóra blævængi úr
strútsfjöðrum. Páfinn var í fullu páfaskrúði með
mítur á höfði, alt hlaðið gulli og gimsteinum, og
sindruðu af þeim geislar í öllum litum. Hann blessaði
fólkið til beggja hliða. — Var meðan á þessu stóð
sungið af kóri Sixtinsku kapellunnar; var sú söng-
sveit í sérstakri aftjaldaðri stúku hægra megin í
salnum framanverðum, er inn var gengið. Rað sem
sungið var voru orðin úr Matth. 16, 18—19: Tu es
Petrus o. s. frv. Á eftir burðarstólnum gekk flokkur
patriarka í austurlenskum búningum og þar næst
erkibiskupar og biskupar, ábótar og ýmsir tignar-
menn kirkjunnar.
Þegar burðarstóllinn var kominn inn að básætinu,
steig Páfinn úr honum í hásætið og settist. Kardin-
Iðunn III. 15