Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 68

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 68
226 Friðrik Friðriksson: IÐUNN alar og aðrir skrúðgöngumenn gengu þá til sæta sinna. Þegar ró var ákomin, gekk fram flokkur manna fyrir Páfa og létu honum í ljósi hollustu sína. Síðan var tilkynt að hinir nývöldu kardinalar biðu í sixtinsku kapellunni, og fóru þá að bendingu Páfa 8 kardinalar út að sækja þá. Að drykklangri stundu liðinni voru kardinalaefni leidd inn og gengu tveir kardinalar ^inn hvoru megin við hlið hvers þeirra. Meðan þeir voru leiddir inn söng kórsveitin einhvern fagran söng, en ekki gat ég greint hvaða söngur það var. Pegar Kardinalaefnin komu upp að hásætisskörinni, sýndu þeir Páfa lotningu sína hver á eftir öðrum. Kystu þeir hann á fótinn, hnéð og kinnina. Síðan meðtóku þeir bróðurkossinu hjá Kar- dinalunum og voru svo leiddir til sæta. Skömmu síðar gengu þeir hver á eftir öðrum að nýju fram fyrir Páfann og meðtóku tignarmerki sín, setti Páf- inn sjálfur á þá Kardinalahattinn með ávarpsorðum til hvers þeirra. Voru þau eitthvað á þessa leiðr »Til lofs almáttugum Guði og til vegsauka hins postullega sætis meðtaktu hinn rauða hatt, hið sér- staka tignarmerki Kardinaladómsins, til merkis um að þér ber að framkvæma hann óskelfdur alt til dauðans eða jafnvel lífláts (ad mortem et sanguinis effusionem inclusive)« og svo eitthvað meira sem ég gat ekki greint. — Gengu svo hinir nýju Kardinalar til sæta sinna. Pá lýsti Páfinn hinni postuliegu blessun yfir með hárri og bljómsterkri röddu; og var hann berhöfðaður á meðan. Síðan var mítrið sett á höfuð honum og steig hann að því búnu upp í burðarstól sinn, og fór sú skrúöganga fram með sömu skipan og þá er inn var gengið. Söngsveitin söng aftur: Tu es Petrus. en það druknaði í byll- ingar ópum fólksins. En er fylkingin var að hverfa út úr salnum, hóf söngsveitin: Te Deum, hinn gamla mikilfenga lofsöng kristninnar. Aldrei hef ég

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.