Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Qupperneq 70
228
Helgi Pjeturss:
IÐUNN
kunnugt um þessi undirstöðuatriði. Og eins þýðingar-
mikil viðbót við þekkinguna á jarðfræði íslands og
gabbrofjöllin á Snæfellsnesi, er þar heldur ekki nefnd.
II.
Berginu íslenzka verður að skifta í 3 aðaldeildir.
Fyrst er (1) hin eldri blágrýtismyndun með milli-
lögum (infrapliocen basaltformation), þá (2) pliocenu
lögin á Tjörnesi; og þar fyrir ofan (3) hin yngri blá-
grýtismyndun með millilögum og eldfjallarústum
(suprapliocen eða pleistocen basaltformation).
Þessa yngri blágrýtismyndun sem er svo þykk, að
álitleg fjöll eru af henni gerð, að miklu leyti, eða
jafnvel frá rótum, eins og Múlafjall við Hvalfjörð,
höfðu menn ekki þekt. En fyrir jarðsögu íslands er
þetta nokkuð áþekt og ef sagnfræöingar hefðu ekki
vitað af Sturlungu og biskupasögunum, að Árna
biskups sögu undantekinni, og þó ekki allri. Menn
munu finna, ef þeir rannsaka það sem hér er sagt,
að ég er ekki vitund að ýkja. Menn vissu heldur
ekki, að pliocena jarðmyndunin, sem er geysiþykk,
liggur á milli blágrýtismyndana, en það er atriði
sem skiftir mjög miklu þegar skilja skal jarðsögu
landsins.
III.
Munurinn á blágrýtistnyndaninni undir og ofan á
pliocenu lögunum, er afar mikill. í eldri blágrýtis-
myndaninni eru millilög sem sýna að loftslag hefir
á íslandi verið miklu hlýrra en nú; en í yngri blá-
grýtismyndaninni eru millilög sem sýna að loftslag
hefir verið miklu kaldara en nú er. Munurinn svarar
því, að Island hefði flutst sunnan frá Miðjarðarhafi
og norður fyrir Spitzbergen. Kuldann má marka
af skeljaleifum sem ég hefi fundið í hinni yngri
blágrýtismyndan, en annað sem sýnir hið kalda lolts-