Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Qupperneq 82
240
Ritsjá.
IÐUNN
lengra. Hefti þetta nær frá leggja—skessa og mun þá vera
álíka áfangi eftir enn.
Pað er meira en litið tak, sem íslenzku nútiðarmáli er
tekið með pessari bók og að þvi leyti er hún ómetanleg.
Auðvitað er langt frá því, að hún tæmi orðaforða íslenzk-
unnar, og meira að segja þarf maður venjulega ekki mjög
lengi að leita til þess, að finna annaðhvort orð eða merk-
ingu orða sem vantar, en þar sést líka einmitt eina leiðin
blasa við til þess, að fá nokkurnveginn fullkomna orðabók,
sú, að moka fyrst jafn stórkostlega ofan af eins og hér er
gert, og láta svo fjölda manns leita, og nota það alt við
næstu útgáfu og svo koll af kolli. En einmitt vegna þess,
að orðabækur, sem eru frumsmið að mestu, eins og þessi
er, verða þannig að fullkomnast, er það svo mikils virði,
að bókin sé styrkt svo ríflega fjarhagslega, að hún geti
kvalalaust endurnýjað sig sjálf, eins og hugsað er til með
þessa orðabók.
Pað er liklega, að öllu athuguðu, varla annað merkilegra
verk verið að vinna nú fyrir islenzka menning en útgáfu
þessarar orðabókar. M. J.
Tvö sönglög eftir SÍRualda Kaldalóns, lækni hafa
Iðunni verið send. Eru fög þessi við tvö stórfræg og
fögur kvæði islensk, Betlikerlinguna eftir Gest Pálsson og
Ásareiðina eftir Grím Thomsen. Bæði eru lög þessi sniðin
fyrir einsöng með undirspili og eru falleg og viðfeldin
eins og svo mörg lög eftir sama höfund. Ekki ætlar
Iðunn sér að dæma þau eins og hún hefði eitthvert
úrskurðarvald í þeim efnum, en vill aðeins benda á þau
og segja, að henni þótti þau falleg. M. J.