Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 7
IÐUNN
Nesjamcnska.
197
lík ókjör að segja, hvenær sem forsjónin er svo nær-
gætin að leggja þeim til nógu auðvirðileg viðfangsefni.
I öllum Nor'ðluriandabúum er rígfælin geðvonzka við
hressandi hugsunum. Svíar til dæm.fs hafa ræktað með
sér lundarlag, — og hér með er vitanlega átt við borg-
arastéttina —, sem gæti hafa nærst og orðið til við
le:tur Bjar,ma vestur í Porskafirði eða norður við Mý-
vatn. Einn gáfaðlaisti snillingur, sem það gleðisnauða
land hefir borið, teiknaði einu sinni rnynd af Gustafi
Adolf, |)ar sem hann var að bursta í sér tennurnar
morguninn fyrir orrustuna við Lútzen. Pað varð ógur-
Ieg emjan um alt landið. Þessi guðlausi maður var að
svívirða helgustu minningar þjóðarinnar. Þar með flaut
orðhragð og getsakir, sem voru að innræti til ein,s og
simskeyti, sem sumdr hreppstjórar send.a hér um þing-
kosningar til að greiða fyrir skilningi á pólitískum and-i
stæðingum. Snillingurinn sænski svaraði virðuiiegum
samborgurum sínum af mestu kurteisi. Hann kvaðst nú
hafa komist að raun um, að Gústaf Adolf iðkaði aldrei
þá einföldu hreinlætisneglu að bursta í sér tenmurnar.
Hann bæði því afsökunar á myndinni.
Þetta, sem nú hefir verið sagt, á við um þjóðir, seni'
hafa nokkurn veginn sæmilegar samgöngur, selja fram-
leiðslu sína daglega gegn peningagreiðslu út í hönd og
eru komnar á viðunandi stig í þrifnaði og matargerð.
Það tekur því þess vegna ekki fyrir neinn að fitja úppi
á nefið, þó að það sé hreinlega játað, að vér, mörland-
arnir, séum ekki sérlega risháir í alþjóðlegum hugsun-
arhætti. Einhæfni atvinnuveganna, sölutregða, kaupfé-
lagsskuldir og ergelsi eru hvert um sig prýðilegur
jarðvegur fyrir þessa sálarliegu aldeyfu — nesjamiensk-
una.
Vér erum of fjarlægir umheiminum og of ómerkileg-