Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 11
IÐUNN
Nesiamenska.
201
unnið það til friðar sér að skrifa mjög ómerkilega
bók (Bessi gamli).
Það má spanna nnenningarlega framför vora á merki-
lega einfaldan hátt með pví, að rifja upp atburð, sem
gerðist fyrir 16 árum. Þá hefur ungur maður, Árni
Jakobsison að nafni, að rita bókmentahugleiðingar í 28.
tbL Isafoldar og áfram. Kveðst hann pá munu taka tii
athugunar jirjú síðustu verk Jóns Trausta „og skoða pau
í því ljósi, sem jiau hafa ekki fyr verið skoðuð í með
Irjóð vorri.“ Til jresis að tryggja lesendum I>að, að sá
fjalli hér um mál, er með kann að fara, kveðst 'nann
ætla að bera upp fyrir sér jiessa spurningu: „Hvað er
skáldskapur?" — „og svara henni sjálfur“.
Svarið er á jjessa leið:
„Skáldskapurinn er samrýmd formsfegurð og efnis-
meðferð og hið nákvæma samræmi í náttúru- og mann-
Lífs-lýsingum skáldanna, sem þannig verður að ldst.“
Og enn:
„Samræmi náttúru- og mannlífs-líkinga er að skapa
mannssáiir og sálarlíf og þaðan sjáiist áhrif náttúrunnar
og samband sálarinnar við hið ytra líf.“
Og til ýtrari skýringar og áhrifsauka:
„Sbr, ræðú haldna á Breiðumýri 19. júní 1915.“
Ræðan var vitanlega óprentuð, — en hún var flutt í
Þingeyjarsýslu.
Að þessum skörulega inngangi loknum víkur höf-
undur að sögunni „Anna á Stóruborg" og ætlar nú al-
veg að rifna af andþrengslum og vand 1 ætingarsemá.
„Enginn getur sagt, að yrkisefnið sé adladandi eða
smekklegt*)." „Því höf. verður ekki skilinn öðru visi
*) Leturbrcytingar cru frá mér. S. E.