Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Qupperneq 28
218
Heimskreppan.
IÐUNN
valdsins að þverra. Heimalöndin má telja auðnumin
að fullu. Hápunktinum er náð, en pó má segja,, að alt
sé. i bezta gengi enn. Viðskiftalífið blómgast. Spákaup-
menskan daflnar. Framleiðslan sveitist undir vaxtaþung-
aniurn, en ber hann enn án þess að bogna. Nýju löndin
sum eru um það bil að verða nógu auðmögnuð til þess
að geta nýtt alla sína framlieiðslumöguleika; þau þyrst-
íir ekki lengur í fjármagn frá gamla heiminum. I Jiönd-
um eins og Kanada, Suður-Ameríku og Ástralíu vex
upp iðnaður, og auðvaldisþróunin skriður fram með
vaxandi hraða. Bandaríkin eru komin á það stig, að þar-
lendu auðmagni gerist nauðugur einn kostur að seilast
til áhrifa í öðrum heimsálfum. Af þeim sökum eru
Bandaríikin þegar tekin að keppa við stórveldi Evrópu
um nýlendur og markaði. Úrlausnarefnið um ví'ðari at-
hafnasvið og aukna söfumöguleika knýr æ fastax á
dyrnar með hverri auðvalds- og iðnaðar-þjóð. Þjóð-
verjar, siem höfðu orðiö tiltölulega síðbúnir til kapp-
leiksins,, voru nú að verða fullmyndugir á auðvalds
vísu og heimtuðu „rúm í sólinni". Hver sú þjóð, sem
fylgst hafði með tímanum um stjórnskipulag og starfs-
háttu, sér nú þann kost vænstan að hrifsa til sín ný-
lendur og markaði eins og framast er auðið.
Þannig stóðiu sakir á fyrsta áratug þessarar aldar.
Upp af þessari hagsmunastreitu reis svo heim>9styrj-
öldin, eins og kunmugt er. Hún var fyrst og fremst
styrjöld um markaði. Það var auðvaldið í hverju landi
fyrir sig, sem heimtaði rúm í sólinni og vildi fyrir alla
muni bægja hinum frá.
Þess var áður getið, að auðnám Rússlands mætti
meira viönámi en auðnám hinna nýju og strjálbygðu
svæða. En á þetta var litið sem hindranir, er nokkum
tírna tæki að yfirvánna, en fyr eða síðar myndi þó