Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 33

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 33
IÐUNN Heimskreppan. 223 þessi leið er fær lengur. Nú á dögum \'erður ekki mynd- aðiur, stórher án þess að sækja efniviðinn í hann til verkálýð'sins. Og verkamenn iðnaðarlandanna eru nú orðnir pað stéttvisir, hafa rumskast það mikið til mfinninigarlegrar og pólitískrar vitundar og drukkið í sig svo; mikiið af uppreistaranda, að mjög er ósenni- legt, að nokkur her léti brúka sig til slíkra afroka.. Áuk þess er samvizka heimsins orðin meira vakandi og viðkvæmari en áður var, — svo viðkvæm jafnvek að hún myndi vart þoia þær fregnir, er hlytu að ber- ast henni að eyrum frá slíkum atburðum. Pað er að visu satt, að heimssiaímvizkan verður ekki uppnæm yfir smámunum þann dag í dag, en samt myndi hienni verðia nóg boðið við þær aðfarir, sem krefðust til þess að umskapa atvininulif Indlands á skömmum tima í það horf, er auðvaldsstefna nútímans myndi kjósa. Svipuðlu máli gegnir um Kína. Þar hafa stórveldin löngum seilst til áhrifa og yfirráða, en Kínamaðurinn hefir reynst þeim óiseigur undir tönninni. Japan, sem er, nálægasti hrægammurinn, hefir upp á síðikastið lát- ið sér dátt við þetta gamla menninigarríki, og stór- veldin — að ógleymdu Þjóðabandialaginu — horft á,. ef ekki með velþóknun, þá að minsta koslti í aðgerða- ieysL Sýnilega væri þeim ekki á móti skapi að lofa Japan að ieggja bráðina að velli — með því skilyrði samt, að þau fengi sjálf að setjast að krásunum á eft- ir. Ein af hindrununum — og það ekki sú minsta — sem auðnám Kína hefir mætt, er hin gagnkvæima af- brýði og öfund stórveldanna; enginn hefir getað unt öðrum en sjálfum sér steikarinnar. — Annars hafa suimir lifað í þeirri von, að Kínverjar sjálfir, með hin- um endalausu innanlandsstyrjöldum, sem þar geisa — og stórveldin hafa með ýmsum ráðum blásið eldi að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.