Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Blaðsíða 56
246
ögniundur Sigurðsson.
IÐUNN
þeim spurningum,, dags. 25. sept. 1930, og styðst við
það bréf í ýmsum atriðum.
Ögmundur Sigurðsson er fæddur að Kröggólfsstöðum
i Ölfusi 10. júlí 1859. Foreldrar hans, Sigurður Gíslason,
Eyjóifssonar, og Valgerður Ögmundsdóttir, bjuggu par
allan sinn búskap, enda hafði jörðin liengi verið í eigu
ættarinnar. Þau gátu ekki kallast rik, en þó bjargálna.
Þegai; Ögmundur var á fyrsta ári, tóku þau hann til
fósturs, afi hans og amima, Ögmundur Jönsison og Elín
Þorláksdöttir á Bíldsfelli í Grafningi. Hjá þeim ólst
Ögmundur upp fram að fermingu. Heimiilið var iðju-
samt, gott gamaldags heimili og fast í háttum. Ögmundi
var haldið þaT til állrar algengrar vinnu og inmrætt,
að iðjusemi væri höfuðiskilyrði alTs manndómis og vel-
farnaðar. Telur Ögmundur sig sjálfur hafa búið æfi-
langt áð þrennum áhrifum frá þessu æskuheimili sínu:
iðjusemi, trúarliegum áhrifum og næmi á fegurð lands-
lags. Amman var trúkona og vitanlega á gamla ví,su,
átti þó í fórum sínum frjálslyndi, sem náði aftur fyrir
siiðbót. Henni var t. d. alls ekki um útskúfunarkenn-
inguna, en trúði hins vegar á hreinsunareld. Á Bílds-
felli er, sem kunruugt er, óvenju fagurt. Þar fer saman
dalafegurð við jökiasýn og víða útsýn yfir Suðurlands-
undiriendið. Alt frá barnæsku hefir Ögmundur verið
þeirri. gáfu gæddur, að kunna að njóta fegurðar Lainds-
ins, bæði í íorrni og litum, og er manna glegstur og
minnugastur á það, sem fyrir augu hefir borið.
Eftir fermingu ræðst Ögmundur til móðurbróður sins,
Jöns Ögmundssonar að Bíldsfeili, og dvaldist nneð hon-
um til 1880. Þá fór hann í Möðruvaliaskóla.
Á Möðruvöllum var í þá daga góður skóli og dug-
a,ndi kennarar. Piltar víðs vegar að af landinu, samil'íf
þeirra gott og á þá lund, að bæði hafði hvetjandi og