Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 76
266
Kreuger-æfintýrið.
IÐUNN
urinn 122 milj. eða 56,8% af nafnverðinu. Bæði árin
fengiu hluthafamir 30% í arð.
Það kann nú að þykja furðulegt, að þetta riisavaxna
fyrirtæki, er samkvæmt reikning'um þess var rekið
með siHkum óhemju-gróða, skyldi hrynja jafn-skyndi-
lega og raun varð á. Verður seinna að því vikið. Starf-
semi Kreugers gefur yfirlieitt nóg af tiliefnum tii undr-
unar. Þa» stendur maður augiiti til auglitis við eina
ráðgátuna annari meiri —• að minsla kosti sá, er ekki
hefir ástæður tii að skoða alt niður í kjölinn. Hvernig
gat nú t. d. ein.n maður — ívar Kreuger — haft full-
komið vald yfir þessu risafyrirtæki, sem hann vitan-
lega átti minst í sjálfur?
Krieuger-hringurinn var bygður upp eftir ameiúskum
fyrirmyndum, Móðurfélagið, Kreuger & Toli, gaf út
þreninis konar hlutabréf: A-bréf, B-bréf og skuldaskirteini
svo kölluð (debentuxes). Öli voru þessi bréf jafnr
rétthá til arðs, en A-bréfin ein, að nafnverði samtals
10 milj. króna, gátu öllu ráðið um stjórn hringsins
og starfsemi. Að ráða yfir meiri hluta þessara bréfa
var því nægilegt til að vera einval-dur í Kreuger &
Toll. P>að gat aftur af sér ný félög, sem jiað átti rneiri
hluta í og hafði fult vald yfir. Af slíkum dótturfélög-
um var mesti fjöldi, og þau gátu enn af sér ný félög
og réðu yfir þeim. Alls munu þessi afkvæmi móður-
félagsins hafa skift tugum. Miðhnöttur þessa sólkerfis
var Kreuger & Toll, og um hann snerust fylgihnett-
irnir. Það var Kreuger & Toll, sem fór með völdin;
hin urðu að lúta boðum þess og banmi. Niðurstaðan
varð þá sú, að umráð yfir rúmum 5 milj. króna í
A-bréium þessa félags nægði til þess að drottna sem
einvaildur yfir hringnum öllum. fvar Kreuger og nán-