Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 77
IÐUNN
Kreuger-æfintýrið.
267
ustu íélagar hans áttu þessar 5 miljónir og réðu þannig
lögum og lofum.
FJÁRGLÆFRAR OG FALL.
Hlutafélagið Kneuger & Toll, stofnað 1911 með 1 milj.
kr. hlutafé, var í ófriöarlukin (1918) orðið umfangs-
mikið og áhrifarjkt í heimalandi sínu, en mælt á al-
þjóðiakvarða sópaði ekki mikið að því. En að 11—12
árum liðnum er það orðið að fjármálalegu heimsveldi
með eigin fjármagni, sem nemur meira en 1700 miJj. kr.
—• og 3—4 Tniljörðurn, ef miðað er við kauphallaxverð.
Á þessu tíniabili hafði það staðið í alþjóðlegum við-
skiftastórræðum með ágæfum árangri og sýnt afburða
dugnað og hyggindi. Kreuger & Toll var orðið að eins
könar alþjóðlegri lánastofnun, sem tók að sér að ger-
ast fjárinálaforsjá ríkja — jafnvel stórvelda — átti
jafningja-viðskifti við stærstu fjármálafyrirtæki heims-
ins og naut ótakmarkaðs trausts tugþúsunda fjármála-
manna um víða veröld.
Friamleiðslufyrirtæki hringsins voru að visu smávaxin,
ef miðaö er við hina umsvifamiklu fjármálastarfsemi,
en. á hinn bóginn var grunnstofninn, sænska eldspýtna-
iðjan, traustur og óbilugur. Og varan, sem framleidd
var og smátt og smátt náði einokunartökum á heims-
markaðinum, eldspýturnar, var augljós nauðsynjavara,
enn meir ómissandi en togleðurstugga Wrighleys eða
rakvélablöð Gillettes.
Allan sinn þroskaferil gieiddi Kreuger & ToU og
fylgifélög þess óvenjuilega háan hlutaarð — og hélt
[)vi áfram til síðasta árs. Árið 1929 var arðurinn 30«/o
af r.afnverði bréfanna, 1930 aftur 30%, 1931 20%. Á