Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 83
tÐUNN
Kreuger-æfintýrið.
273
Það var alls ekki banki í venjulegum skilningi. Þáð
hafði skrifstofur í Amsterdam, en átti annars ekki neitt.
En upp frá þessu tóku slíkir Kneuger-bankar að spretta
upp eims og gorkúlur víð’a um lönd. Bankar þessir
höfðu það starf á hendi fyrir Kreuger-félögin að töfra
fram imyndaðar innstæður og gefa út hátíðlegar viður-
kenningar fyrir móttöku verðbréfa, sem voru ekki til.
Vi'ð sjáum, að fjármálamanmnii Kreuger skorti ekki
imyndunaraf]. Skuldabréf sín !ét hann svo ganga frá
einu félaginu til annars, eða frá einum sýndarbankan-
um til annars, til þess að hafa þau til sýnis þa;r, siem á
þurfti að halda i þann og þann svipinn. Síöan voru þau
veðsett eða seld amerískum lánardnottnum.
Og hringurinn hélt áfram að vaxa og þenja sig út. í
hverjum mánuði var skotið út nýjum öngum, seilst iinn
á ný svið. Með vaxandi græðgi gleypti hann félag eftir
félag, ný og gömul. ÖIl voru ])au reitt til síöustu fjöður
og verðmæti þeirra soguö inn í viðskifta-hringiðu
Kreugers. Svo virðist, að jafnvel ÞjóÖbanki Svía hafi
verið á góðum vegi með að dragast inn í svelginn, þegar
hið skyndilega fráfall Kreugers kom honum til bjargar.
það er upplýst, að síðasta missirið, sem Kreuger lifði,
hafði honum telrist að snúa út úr bankanum á annað
hundrað miljónir króna.
Fjármagn það, er Kreuger-hringnum heppnaðist að
soga inn í sig, skiftir miljörðum. Og þessiir miljarðar
eru svo að segja horfnir meö öllu. Hvað varð af þeim?
Eyddi Kreuger þeim í sukk og svall, tapaði hann þeim
við spilaborðið eða féll hann í hendur ræningja og ok-
urkarla? Ekkert af þessu átti sér stað. Þótt Kreuger
væri svallari og héldi sig ríkmannlega, hefir persónu-
leg eyðsla hans litið að segja í þessu sambandi. Og það
er í rauninni ekki svo eríitc að finna út, hvað orðib
lOunn XVI
18