Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 84
274
Kreuger-æfintýrið.
iðunn
hefir af peningunum. Nokkur hluti freirra hefir fariö í
ómakslaun, lent í vasa l>eiraa, sem höf&u milligöngu
um fjá'rútveganir fyrir Kreuger og félög hans. En rnest-
ur hlutinn hefir runnið aftur til jieirra, sem trúðu Kreu-
ger fyrir fé sínu, hluthafanna, í svindilfyrirtækjum hans.
Peningarnir leituðtu heim aftur sem hlutaarður og gróði
á verðbréfabraski. Pessir hluthafar kveina nú sáran yfir
fjársvikum Kreugers. En svikin eru miestmiegnis í því
fólgin, að Kreuger hefir gint þá til að iifa hátt og eyða
eignum sínum, en sjálfir hugðust þeir vera að eyða
arðinum af þeim.
Síðan Kreuger tók sig af lífi og alt komst upp, hefir
hann verið lastaður mjög fyrir svik sín og svindilbrask,
og fer slíkt að vonum. Öheppinn maður verður æfiinlega
fyrir álasi. En himu skulum við ekki gleyma, að hefði
Kreuger tekist að halda braskfleytu sinni ofan vatns
fratn á þenna dag, þá væri hann nú dáður og tignaður,
umkringdur af skriödýrum og smjöðrurum, þeim hin-
um sömu, er nú sparka í hann dauðan. Og hefði hon-
um nú lánast að svindla sig áfram til borgara.legs dauð-
daga, þá hefði hann farið í gröfina heiðri krýndur og
þjóð hans klætt sig í sorg.
ívar Kreuger hafði gengiö í skóla hjá auðjötnum Am-
eríku, og hann bygði upp hrjng sinn eftir amerískum
fyrirmyndum. Starfsaðferðjr hans voru í öllum megin-
atriðum þær sömu ogMorgans, Rockefellers, Rothchikls
og hvað þeir nú heita, þessir öflugustu máttarstólpar
og verndarar þjóðfélaganna. Kreuger er ekki jafn-ein-
stæður í sinni samtíð eins og náhrafnar blaöanna reyrva
að telja okkur trú um. Bæði einstaklingar og stofnanir
vinna í hans anda og eftir sömu meginreglum. Hinir
voldugu viðskiftabankar nútímans starfa á nákvæmlega
sama grundvelli og Kreuger &. Toll. VaLd þessara stofn-