Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Qupperneq 89
ÍÐUNN
Dæmisaga.
279
Þegar heim kom, lét hann þegar slökkva í eldstónnj
og taka ofan alla pottana og opna hverjar dyr upp á
gátt, svo sálir hinna fordæmdu flugu beina leið til
himnaríkis; það vildi svo til, að petta g-erðist einmitt
á uppstigningardegi.
Þarna komu þeir, bæði Barrabas og Pontius Pílatus
og svo sál nokkur að n-afni Gi-ordano Bruno, sem hafði
verið allra heiðingja verstur. Og þarna kom Marteinn
Lúther í annað sinn; hann hafði gist hér áður, en
verið rekinn burtu v-egna þesis, að hann hafði unddr eins
farið að bjástra með siðbót, ætlað sér að snúa Guði al-
máttugum frá réttri trú og heimtað að fá að negla upp
kennisetningar sínar á sjálft himnahliðið.
Sankti-Pótur var önugur og vildi ekki sleppa þeini
inn, en Jómfni María bað svo vel fyrir þeim, að þeim
var leyfð innganga að lokum. En þegar nafna herunar
frá Magdölum ætlaði að iaumast inn í skjó-li fjöld-ans,
þá lagði hún blátt bann við því. Hún ætlaði ekki að
hýsa slika p-ersónu, sem lagði í vana sinn að fiangra-
úti um nætur o-g framdi gerningar með postuiunum og
.ætlaði sér kannsk-e ekk-ert minna en að v-erða tengda-
dóttir á heimilinu.
Það var langt frá því, að allir íbúar himnaríkis væru
.ánægðir með, að hinum fordæmdu sálum var hleypt
inn. Ef þetta yrði látið við gangast, h-efðu þeir sjálfir
alveg eins getað haldi-ð áfram að syndga meðan þeir
iifðu á jörðinni og tækifærin buðust. Eins og það væri
nokkurt réttlæti í því, að þeir, s-em höfðu lifað í vel-
l'ystingum og velt sér í syndinni, slyppu við maklega
re-fsingu! Og nokkrar siðavandar prestasálir tóku sig
saman og gengu fynir Guð almáttugan og kærð-u. En
Guð almáttugur var nú á þeirri skoðun, að úr þvi að
synd-aselirnir hefðu sloppið inn, yrðu þeir að fá að