Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Qupperneq 92
282
Dæmisaga.
IÐUNN
<ið frelsa mennina frá synd og Satans vélabrögðum,
þegar svo væri komið, að enginn fengist lengur til að
syndga og Satan freistaði ekki nokkurrar hræðu. Það
■væri fásinna hin mesta að halda, að nokkuð rættist fram
úr, á meðan Kölski sæti einn sins liðs á neðri bygðinni
og gerði ek'ki annað en að leggja spil. Nei, hann yrði
sannarlega að vinna sitt skylduverk og freísta mann-
anna á djöfla vísu. Og svo yrði að byggja fleiri kirkjur
og fleiri drykkjukrár og pútnahús og fleiri kastala og
betrunarhús og lærða skóla.
En fyrst og frenist yrði að útvega fleiri presta. Því
að nú væri þeir orðnir margir meðal mannanna, sem
læsi biblíuna blátt áfram, alveg eins og fjandinn sjálf-
ur. Og þegar skrifað stæði: Þú skalt ekki deyða og
ekki bera falsvitni og ekki safna þér auðlegð á jörðu
og ekki eta upp hús ekkjunnar á meðan þú þylur lang-
ar bænir til þess að sýnast — þá héldu þeir í /neilagri
einfeldni sinni, að slíka hluti mættu þeir alls ekki
gera. Af sjálfsdáðum gætu menntrnir aldrei skilið, að
Gruð hefði alis ekki meint þetta, heldur nærri ]>ví hið
gagnistæða, og því væri brýn þörf á mörgum prestum
til þess að leggja út ritningarnar og útlista fyrir fólkinu,
hvað i slíkum boðum væri í raun og veru fólgið.
Guð almáttugur ígrundaði þetta bæði vel og lengi.
og hann sá í hendi sér, að prestsálin hlaut að vera af-
skaplega Lærð. En hann gat nú samt ekki verið aJveg
á sama máli.
Þá mælti sálin: Varst það ekki þú, sem drapst alla
frumburði Egyptalandis á einni nóttu?
— Ju-ú, svaraði Guð almáttugur.
— Og Ammonítana og Ainalekítana og Midíanitana
og Móabitana?
— Jú, svaraði hann og sneri sér að sveit sinni, því