Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 98

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 98
288 Bækur. IÐUNN hefði komið sér betur, að bókin hefði verið krónunni dýrari, en pappírinn í henni verið svo góður, að myndirnar hefðu getað staðið í lesmálinu, þar senr þær áttu að vera. Illa borgar sig að draga úr gildi góðra verka með smásálarleg- um grútarskap. Og vandséð er, hvort Búnaðarfélag islands ver fé sínu betur en til útgáfu, góðra búfræðirita. Allir, sem hesta hafa með höndum, ættu að lesa þessa bók — og lesa liana vel. Ég læt svo máli mínu lokið. En hvenær fáum við jafn- góðar bækur uin sauðféð og kýrnar? Bergsveinn Skúlason. I desember í ár er aldarafmæli norska skáldsins og þjóð- skörungsins Björnstjerne Björnson. i tilefni af því er komin út lítil bók, E ndur m i n ningar u m B j ö r nst j e r n <> Björnson, eftir Karl Konow, norskan málara. Er hún þýdd eða endursögð á íslenzku af Einari Gudmundssyni kennara. Höf. bókarinnar var nákunnugur Björnson, á efri árum hans, og frá þeim kynnum hefir hann að segja ýmis- legt, er bregður ljósi yfir persónuleik Björnsons og skap- gerð, og er frásögn lians bæði skemtileg og að ýmsu fróð- leg. Hinn íslenzki búningur ritsins er lipur og viðfeldinn, og sýnist þýðandinn hafa gengið að verkinu með alúð og vilja til vandvirkni. Björnson mun vera einna kunnastur hér á landi allra erlendra skálda, því margt hefir verið þýtt á íslenzku af sögum lians og ljóðum. Hins vegar hefir lítið sem ekkert verið um hann ritað á okkar máli, og er' því ekki að efa, að bók þessi verði ísl. lesendum kærkomin-, og það því fremur, sem hún, er hvorki stór né dýr. Minningarrit Flensborgarsliólans 188 2 19 32 eftir Guðna Jónsson meistara er nýkomið út. Um efni þessa mikla rits verður ekkert sagt að svo stöddu, því enn hefir ekki unnist tíma til að lesa það. En ritið er stór-glæsi- legt og vandað að ytra frágangi, prentað á svellþvkkan gljápappir og með fjölda inynda og lítur út fyrir að vera hin eigulegasta bók. Á. H.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.