Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 5
IÐUNN
Frá heimsstYrjöldinni miklu.
327
metin eftir lista- og lífsgildi alment heldur en sannleika
í frásögn. Og það hefir komið í Ijós, að styrjöldin var
efni, sem góðu skáldi verður mikið úr, eftir að atburð-
irnir eru liðnir í hæfilegan fjarska. En margir þykjast
sjá fyrir, að ekki muni nema örlítill hluti af styrjaldar-
sögunum eiga sér langan aldur.
Ég geng þess sízt dulinn, að sú mynd, er ég reyni
hér að draga upp af stríðinu, verður í marga staði mjög
óskýr og ófullkomin. Mér hefir ekki unnist tími til að
lesa nema lítinn hluta af því, er um stríðið hefir verið
ritað og ort. Mig hefir einnig brostið kjark til þess. Ég
hefi leitast við að kynnast sem flestum sjónarmiðum og
fyrst og síðast áhrifum ófriðarins á sálarlíf manna og
lífsskoðanir, að svo miklu leyti sem slíkt verður ráðið
af bókum. Æskilegast hefði verið að þýða kafla úr bók-
um eftir merkustu höfundana, en það yrði heilt rit áður
en menn vissi af, enda enginn vafi á, að margt annað
er sem stendur nauðsynlegra. En til þess að eignast
skilning á þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa upp eða
nýtekin er við störfum, komast menn samt ekki hjá því
að kynna sér þann atburð, sem að miklu leyti ræður
örlögum hennar. Islendingar munu flestum öðrum þjóð-
um skilningslausari á orsakir og eðli styrjalda, en fyrir
öllu, sem ófriður hefir í för með sér, hafa þeir skarpa
sjón. Mér þykir sennilegt, að í grein þessari komi fram
annað sjónarmið en algengast er heima, og einhliða
dómar landa minna í þessum efnum er einmitt ástæðan
til að ég skrifa greinina.
Það heitir svo, að við lifum í friði heima, og erum
stoltir af. Undrandi hrista menn höfuðið yfir þjóðum,
sem eiga árum saman í hernaði og myrða hver aðra.
Menn fara hörðum orðum um slíkt athæfi, slikt brjál-
æði. Það er nú svo. Skyldi vera svo auðvelt að ráða