Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 54
376
Frægasfa bókin og hin nýja líffræði.
IÐUNN
legar ráðsfafanir eru framkvæmdar og slysinu afstýrt.
Eða skip stefnir á sker; hinum réttu mönnum kemur í
hug, að varlegra sé að breyta stefnunni, og þannig er
voðinn umflúinn. Mætti svo lengi telja. Engin hætta er
á, að menn mundu verða kærulausir, þegar sambandið
yrði fullkomnara, og treysta eingöngu á hugboð og
handleiðslu. Því að eitt meginskilyrði fyrir því, að hægt
sé að koma fram hugboðinu í þeirri fullkomnu mynd,
sem nauðsynlegt er, ef duga skal, er, að nægur áhugi
og viðleitni á að afstýra slysum sé hjá sjálfum þeim,
sem hjálpa skal.
Víkur nú aftur að sögu Remarque’s. Þegar höf. er
að lýsa manndrápunum og hryðjuverkunum í vörn og
sókn, talar hann um »þessa öldu, sem skolar yfir oss,
ber oss uppi, gerir oss að grimdarseggjum, ræningjum,
morðingjum, djöflum, mætti segja fyrir mér; þessa öldu,
sem margfaldar krafta vora«. Þarna er auðsjáanlega
verið að lýsa magnanarstraumi (sambandsstraumi) og
ástandi, sem líkist berserksgangi. Höfuðið er skotið af
manni við hlið sögumanns, og það er vegna þessarar
»öldu‘, sem áður getur, magnanarinnar, sem fylgir hinu
sameiginlega aflsvæði, þegar hinn höfuðlausi maður hleypur
enn nokkur spor, með blóðið gjósandi hátt upp úr
hálsæðunum. Höf. segir, að hermennirnir séu þarna
eins og vélar, sem ganga af tilsendum krafti, en ekki
af eigin vilja; þeir eru í senn viljalausir og þó hams-
lausir og æðisgengnir og fullir af drápshug (bls. 117—18).
Þarna er um nokkurs konar miðilsástand að ræða, sem
líkist berserksgangi. Astandi sínu eftir á lýsir hann síðan
mjög í samræmi við það, sem í fornum sögum er sagt
um menn, þegar berserksgangurinn fór af þeim (bls. 122).
Frásögn höfundar af því, er hann særist (bls. 237)
sýnir enn greinilega, hversu mikla þýðingu samband það,