Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 64

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1930, Blaðsíða 64
386 Fálkinn. IÐUNN því að þetta voru spörvar og þrestir, en ekki bráð við þeirra hæfi. Niðri við tjörnina flugu hegrarnir þegar á Iöngu vængjunum sínum gargandi í stóra sveiga; þar var herfang þeirra. Þar var fálkanum slöngvað upp, með brjóstið þanið til flugs og vængina tilbúna að slá, og Renaud sá, hvernig sólin gylti hann, og stóð með ofbirtu í augum og svima í höfði, meðan að fuglinn hvarf upp í blámann, og heyrði hversu bjölluhljómurinn blandaðist ögrandi saman við garg hegranna. Þeir snarsnerust, eins og hjól, í skelfingu sinni. Vm- ist reyndu þeir að renna sér niður á bakkann og fela þar löngu hálsana og heimsku, óttaslegnu höfuðin með fjaðurskúfunum undir dökkum trjágreinum, eða þá að þeir reyndu í einhverju ráðaleysi að skrúfa sig upp á við, í þeirri von, að breiðu vængirnir bæru þá hærra en óvinurinn gæti komist, og þeir kiknuðu eins og sef í vindi fyrir helbleikri skelfingunni. En fálkinn hafði þegar valið sér einn af hinum sterk- ustu, einn af þeim, sem flugu upp á við, því að hann langaði til að reyna afl sitt og finna napurt, létt loft undir vængjum sér, og hann lyfti sér svo hratt og beint sem hann hefði svifið kringum sólargeisla. Brátt var hann kominn upp fyrir hegrann og var minni en spör- fugl tilsýndar, en vængjaburðurinn og einbeiting líkam- ans vakti hugboð um augu tindrandi af veiðibræði og þandar klær — og alt í einu steypti hann sér, þungur eins og stál, á varnarlausan, framteygðan hegrahálsinn, og þeir féllu til jarðar eins og einn steinn, svo að varla skeikaði vængsbreidd frá beinni línu. Þá hljóp, synti og óð Renaud sem mest hann mátti, til að komast að hegr- anum, áður en hann raknaði úr rotinu eftir höggið og gæti beitt hinu hvassa nefi sínu í tryllingi örvæntingar- innar. Og fálkinn veitti hegranum banahöggið, snögt og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.